Birgitta næsti forsætisráðherra ?

Ástandið í íslenskum stjórnmálum er að verða skuggalegt. Er það virkilega svo að Píratar verði forystuaflið í nýrri vinstri stjórn. Ætli kjósendur Viðreisnar hafi kosið flokkinn til að verða hjól undir ríkisstjórn Pírata? Telur Viðreisn virkilega að þeir eigi meiri samleið með þessum vinstri hrærigraut heldur en með Sjálfstæðisflokknum.

Treysta Vinstri grænir virkilega Pírötum til að leiða næstu ríkisstjórn?

Miðað við hvernig mál hafa þróast væri örugglega skynsamlegast að skipa starfsstjórn fram á vorið og kjósa að nýju.

 


mbl.is Birgitta komin með umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrærigrautur er hollur, óháð því hvort hægri eða vinstri hönd sé notuð til að borða hann. Persónulega finnst mér þó best að nota skeið.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2016 kl. 16:54

2 Smámynd: Hrossabrestur

Nú eru spennandi tímar framundan, Birgitta Reykás komin með umboðið. VG fara úr öskunni í eldinn ef þau styðja þetta.

Hrossabrestur, 2.12.2016 kl. 18:34

3 identicon

Eru þetta ekki söguleg tíðindi að formaður/skipstjóri flokks/hreyfingu sem ekki er foringi úr röðum Fjórflokksins fái umboðið hjá forseta Íslands

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 2.12.2016 kl. 19:42

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við erum SAMFÉLAG hér á eyjunni Íslandi.

Við erum ekki SAMFÉLAG, ef sundrandi klíkueignar-spillingarflokkar (bankar/sjóðir) toga í spotta úr 8 áttum. Þá erum við skaðlegt og stjórnlaust SUNDRUNGARFÉLAG.

Ef maður teiknar upp reiptog í tvær áttir, og svo fjórar áttir, og svo átta áttir? Ja, þá er bara að teikna prikin fyrir einstaklingana við hvern spottaenda? Og þá eru þau strik við spottaendana búin að fullkomna einhverskonar rúnamynd.

Hver kann á forlaganna og forsjónarinnar rúnamyndir í nútíma Háskólum?

Ég kann ekkert á svona rúna-hjóla-reiptogs-stjórnarmyndun. En rán-dýrir Háskólar heimsins verða að ábyrgðast hvert þeir eru að leiða heiminn, með hverjum og einum talmanni Háskóluðu fræðanna.

SAMFÉLAG stendur með öllum sínum samfélagsþegnum. Líka þeim sem standa stundum sjúkir og kerfis-sviknir í Háskólanna höfnunar-ruslflokki lögmannavörðu dómsstólanna.

Kærleikur hvers og eins er lykillinn að heimsfriðs-samfélagi. Kærleikurinn gerir ekki mannamun og er réttlátur. Og síðast en ekki síst, kærleikurinn er óháður pólitískum og Dómsstólavörðum banka/lífeyrissjóða-flokkum.

Flókin staða fyrir kristna sundraða þjóð?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2016 kl. 21:00

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Birgitta verður ekki forsætisráðherra, hvort sem af þessu verður eður ei. Birgitta sækist ekki persónlega held ég ekki eftir þeim titli. Hún virðist hafa það mikla virðingu fyrir Alþingi að hún hefur talað um annað embætti, þar sem hún á möguleika gera breytingar á skömmum tíma, líklega þjóðinni til heilla.

....og nú verður allt crazy....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.12.2016 kl. 21:13

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrossabrestur.

Hver er askan og hver er eldurinn ī samlíkingu þinni?

Sjálfsóknarflokkurinn getur varla verið annað en logsuðutæki í þeirri samlīkingu...

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2016 kl. 23:01

7 identicon

eg held ad menn geti bara slokkt ljosin og yfirgefid landid ef Birgitta verdur

forsaetisradherra, med olikindum hvad thjodin er dugleg ad baka ser vandraedi.

Sitjandi rikisstjorn var ad na arangri en thad ma vist ekki heldur

elvar

Elvar (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 13:49

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Elvar, þetta var komið á beinu brautina, en þá haustkosningar??  Hvaða afglapa datt það í hug og til hvers???  Síðan haust kosningar voru ákveðnar þá hefur ekkert vitrænt gerst og það gerist ekkert mögulega vitrænt fyrr en aftur verður kosið!!! Það fer svo eftir frammistöðu Ríkisútvarpsins hvort þær kosningar verða til hagsbóta fyrir okkur Íslendinga eða RUV maskínuna.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.12.2016 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband