Kjarkleysi eykur fylgi hjá VG

Ótrúlegt að VG skuli nú mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn.Merkilegt ef kjósendur ætla að verðlauna Katrínu og VG fyrir að hafa sýnt algjört kjarkleysi eftir síðustu kosningar. VG átti möguleika að myndan ríkisstjórn til vinstri og einnig að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.VG brást gjörsamlega og þorði ekki að taka ábyrgðina á því að setjast í ríkisstjórn.Hingað til hefur það verið trú manna að stjórnmálaflokkar legðu áherslu á að komast í ríkisstjórn til að koma sínum málum fram og til að hafa áhrif í stjórn landsins. Ekki VG. Þau vilja áfram vera nöldur flokkur og þykjast allt geta þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu en bregst svo gjörsamlega þegar hann á alla möguleika á að komast í ríkisstjórn.

Það er merkilegt ef kjósendur ætla að verðlauna þennan kjarklausa flokk með því að gefa VG atkvæði sitt.


mbl.is Vinstri græn mælast stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er alveg skautað framhjá hlut forystufólks Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, sem límdu sig saman strax í upphafi og ákváðu að mynda ríkisstjórn í þá áttina þar sem þessir tveir flokkar fengju mest fram. 

Viðreisn er skilgetið afkvæmi félagslega armsins í Sjálfstæðisflokknum og fór frekar á "ættarmótið" heldur en í vinstra partí. 

Ómar Ragnarsson, 10.2.2017 kl. 09:07

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki virðist koma fram hversu margir neituðu að svara, vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Sú staðreynd getur gefið skakka mynd af niðurstöðu könnunarinnar. Þegar fólk er ekki sátt við flokkinn sinn er tilhneiging þess að svara ekki í könnunum sem þessum og ætti það að vera skilaboð til stjórnarflokkanna.

Ég tal að ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn kom eins vel út úr kosningunum í október og raun ber vitni vera niðurstöður skoðanakannana sem sýndu Pírata með ofurfylgi, en á kjördag vildu kjósendur almennt ekki fá þá í Stjórnarráðið.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki á sig rögg og stjórnar í samræmi við vilja meirihluta flokksmanna munu Píratar sennilega setjast í Stjórnarráðið eftir næstu kosningar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.2.2017 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband