Nýr flokkur Sigmundar Davíðs?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum formaður Framsóknarflokksins var í fyrsta þætti Eyjunnar á INN síðasta fimmtudagkvöld. Margt merkilegt kom fram í þeirri umræðu. Það fer ekkert á milli mála að Sigmundur Davíð telur að félagar sínir hafi farið illa með sig. Sigmundur Davíð telur að Framsóknarflokkurinn hefði náð betri árangri undir sinni forystu í síðustu kosningum Þetta er auðvbitað fullyrðing sem aldrei verður hægt að sanna.

Það fer ekkert á milli mála að Sigmundur Davíð og hans stuðningmenn eiga litla samleið með Sigurði Ing núverandi forystumanni og hans félögum.

Það má því segja að það séu tveir armar í Framsóknarflokknum sem stefna í ólíkar áttir. Það kemur því ekki á óvart að Sigmundur Davíð útilokar alls ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Það gætu því hæglega orðið átta flokkar sem næðu mönnum inn á þing í næstu kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eru ekki þrír armar í Framsóknarflokknum?  Hvað t.d. með Akureyri og nágrenni?

Kolbrún Hilmars, 11.2.2017 kl. 15:17

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jú Kolbrún, þeir eru að minnstakosti þrír framsóknarflokkarnir á Íslandi en flokkum þarf frekar að fækka en að fjölga á Íslandi.  Því fleiri flokkar því stærra akurlendi fyrir deilur.

Sigmundur Davíð hafði um sig einn skásta framsóknar flokk sem uppi hefur staðið síðan ég fór að fylgjast með, en þeir félagar hans og Bjarni Ben hjálpuðu RUV að rústa því dæmi. 

Staðan er því þannig núna að þessi örlaga vitlausa stjórn sem Bjarni smalaði sér verður honum einum til heiðurs, finnist hann einhverstaðar. 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.2.2017 kl. 19:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tryggvi Þórhallsson, sem var forsætisráðherra fyrir stjórn Framsóknarflokksins 1927-32, fór úr flokknum og stofnaði Bændaflokkinn, hafði hann verið þingmaður Strandamanna. 

Hermann Jónasson bauð sig fram á móti honum 1934 og felldi hann af þingi. Bænædaflokkurinn náði aldrei því flugi sem vonir Tryggva stóðu til. 

Ómar Ragnarsson, 11.2.2017 kl. 20:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hinn klofningurinn: Jónas Jónason frá Hriflu var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 1934, en enda þótt flokkurinn væri með stjórnarforystu í tveimur stjórnum 1934-42 var Jónas utan stjórnar og var svo felldur úr formannsstóli 1944. 

Jónas var eftir sem áður kjörinn þingmaður Suður-Þingeyinga 1946 og gekk ekki úr flokknum þrátt fyrir að vera orðinn utangarna. 

Ómar Ragnarsson, 11.2.2017 kl. 20:23

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona löngu í fyrndinni??                                       Þeir gömlu 4 eru allir klofnir,eins og melisinn stóru molarnir sem boðið var með kaffinu í gamla daga.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2017 kl. 20:32

6 identicon

Mér hefur skilist að Framsóknarmenn, gulir og skáeygðir í rútuvís, hafi kostað hann formannssætið og svo voru gerð ógild atkvæði fjölda Framsóknarmanna í Bangladess og Bombay til að hann tapaði netkosningu um mann ársins. Nú þarf hann bara að sættast við Kínverjana og gera Bombay og Bangladess að héruðum á austurlandi og framtíðin er björt.

Vagn (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband