Hvers vegna ekki sjómenn?

Þegar þingmaður vinnur fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar ráðherra er á ferðum fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar opinber starfsmaður þarf að vinna fjarri heimili sínu fær hann dagpeninga. Þegar flugáhafnir vinna fjarri heimili sínu fá þær dagpeninga. 

Ekki þarf að greiða skatt af dagpeningum.

Þegar sjómenn eru að vinna fjarri heimili sínu fá þeir ekki dagpeninga. 

Hvers vegna gilda ekki sömu reglur fyrir sjómenn?


mbl.is „Eins og að pissa í skóinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eiga dagpeningarnir ekki að dekka útgjöld við fæði og húsaskjól? Varla eru þeir bara vegna fjarveru að heiman.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.2.2017 kl. 15:58

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

"Dagpeningar sem greiddir eru vegna ferðalaga á vegum launagreiðanda er ætlað að standa undir kostnaði launamannsins vegna fjarveru frá heimili sínu." Þetta er skilgreiningin á dagpeningum.

Sjómenn hljóta að falla undir það að vera fjarverandi frá heimili sínu.

Sigurður Jónsson, 12.2.2017 kl. 18:09

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sjómenn ættu að hafa ókeypis fæði eina og aðrir sem vinna fjarri heimilum sínum. Þeir hafa fría aðsöðu um borð. Þannig að þeir þurfa ekki að bera kosnað af gistiaðstöðu. En þeir ættu að hafa fjarðlægðaruppbót, t.d. eins og tíðkað var hér í eina tíð við virkjanavinnu þá var unnið í hálfa mánuð og helgina á milli. Mönnum var greidd svokölluð staðaruppbót. Allur kosnaður sem af þessu hlýst á vitaskuld að greiða af rekstrarreikningi  þeirr verðmætasköpunnar sem um ræðir.

Þá  er þessi ólíusjóður sem sjómenn greiða í ,út úr kú, eg er nú ekki nógu kunnugur því en mér skilst að þessi 30 % af óskiptu séu allt of hátt og séu nær 11 %, eigi þá nokkuð að blanda þessu saman.

Það liggur nú augljóslega fyrir að með breyttum rekstir vegna stærri skipa og öfluri rekstrar verður reksturinn þyngri vegna hærri afskrifta og meira umfangs aðkeyptra aðfanga. En það verður engin verðmætasköpunn nema vinna sé ynnt af hendi og allur kosnaður á að koma og vera greiddur í geng um  rekstrarreikninginn svo þarf að upplýsa það sem maður hefur heyrt að allur fæðiskostur fjölskyldna útgerðameðlima sé meir og minna geiddur af útgerðinni og jafn vel tekinn út eldsneyti á prívat bílana úr olíusjóði. Og ef það er hægt að greiða mikinn arð sem er sjálfsagt þegar það á við að þá er hægt að auka kaupið. Þess vegna þarf að leggjast yfir rekstrarreikning útgerða og spá í hann og brytja niður og rannsaka.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.2.2017 kl. 20:29

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Greiða sjómenn fæðiskostnað á sjó eða fellur sá kostnaður til útgerðarinnar?

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2017 kl. 20:37

5 identicon

Sjómenn greiða fæðiskosnað sinn ekki útgerðin

Margrét (IP-tala skráð) 12.2.2017 kl. 21:50

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir aðilar sem þú nefndir að greiddu dagpeninga, gera það sjálfir beint til starfsmanna þeirra. 

Ríkið til ríkisstarfsmanna og flugfélög til flugliða. 

Spurningin er því: Af hverju ætti því ekki útgerðin að greiða dagpeninga til sinna starfsmanna eins og aðrir, sem hafa menn í vinnu?

Ómar Ragnarsson, 13.2.2017 kl. 00:37

7 identicon

Skv. þessari grein hér:

http://www.mbl.is/200milur/frettir/2017/02/09/skattaleg_medferd_faedispeninga_sjomanna/

greiðir útgerðin dagpeninga (fæðispeninga) til sjómanna og þeir greiða svo matinn sjálfir. Yfirskattanefnd vill hins vegar meina að sjómenn uppfylli ekki skilyrði laga um afslátt, þó t.d. flugmenn geri það.

Ríkið færi langt með að leysa deiluna með því að snerpa á því að þessi skattaafsláttur ætti við sjómenn líkt og flugmenn.

Hin leiðin til að hafa samræmi milli stétta eins og Benedikt fjármálaráðherra er svo upptekinn af er að afnema skattfrelsi dagpeninga almennt.  Hann gæti gert það í áföngum, byrja t.d. á ráðherrum og þingmönnum....

ls (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 08:31

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Tek yfirleitt aldrei undir nafnlaus skrif en Is er með höfuðið á naglanum. Síðan er holt fyrir Þorstein að lesa um afnmám sjóðakerfisins 1986, þegar 40% var utan skipta og breytt í þessi 30%, sem eru einungis að hluta til olía (en ekki 30% eins og leikmenn halda).

Jón Sigurðsson, þá forstjóri Þjóðhagsstofnunar, skrifar grein um afnám þessara sjóða og hvernig sú breyting hafði áhrif á skiptakerfi sjómannaí Ægi 11. tölublað 1986, bls. 655.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313675&pageId=4885847&lang=is&q=Sigur%F0sson%20J%F3n

Skyldulesning.

Sindri Karl Sigurðsson, 13.2.2017 kl. 09:31

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Er mönnum haldið uppteknum í deilum um þennan tittlíngaskít?

Sigurbjörn Sveinsson, 13.2.2017 kl. 09:51

10 identicon

Svarið við spurningunni ætti að vera auðvelt. Það er vegna þess að sjómenn eru ekki ríkisstarfsmenn. Það er vinnuveitandi sem greiðir dagpeninga o.sfv. 

Margrét (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 11:48

11 identicon

Þær eru ekki margar flugáhafnirnar sem eru ríkisstarfsmenn. Félagar í flestum ef ekki öllum verkalýðsfélögum á almenna markaðnum fá dagpeninga sem eru svo skattfríir.

Sjómenn sem vinna hjá ríkinu fá hins vegar ekki skattfría dagpeninga.

ls (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 11:54

12 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er e-ð í þessu máli, sem þolir ekki dagsljósið.

Sigurbjörn Sveinsson, 13.2.2017 kl. 12:36

13 identicon

Af hverju ætti að skattleggja dagpeninga? Þetta fer allt í kostnað vegna gistingar og í mat. 'utgerðin og ajómenn verða bara að semja! Ef sjómenn eiga að fá sjómannaafslátt vegna fjarveru frá heimili, má þá ekki greiða fólki býr í Reykjavík og vinnu hjá ALCOA á Reyðarfirði svipaðan afslátt það flýgur ekki dagalega á milli. Á ekki líka að leifa fólki að færa það sem kostnað á skattaskýrslu, ef það keyrir lengra en 20km til vinnu og fá niðurfellingu skatta á móti??

Bjarki (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband