Fækkar um 5000 störf hjá atvinnulífinu en fjölgar um 6000 í opinbera geiranum

Á síðustu tveimur árum hefur fækkað um 5000 störf hjá atvinnulífinu. Til að mæta auknum kostnaði og niðursveiflu hefur atvinnulífið þurft að fækka starfsfólki um 5000 á síðustu tveimur árum.

Á sama tímabili hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 6000. Það hljóta flestir að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp. Það þarf aukna verðmætasköpun í þjóðfélaginu ef þjóðin á að lifa áfram við þau góðu lífskjör sem enn eru.

Dæmið gengur ekki upp ef starfsfólki fjölgar eingöngu hjá opinberum aðilum. Við vitum hvað það þýðir,skattar og alls konar álögur hækka og lífskjör versna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og þetta gerist á vakt svokallaðs "Sjálfstæðisflokks" í fjármálaráðuneytinu.

Það er annars magnað hvernig allt virðist vera að fara á verri veg í okkar þjóðfélagi. Nú er ljóst að a.m.k. tvöföldun á fækkun verður í atvinnulífinu, þegar stóriðjan lognast útaf, fyrir tilstilli forstjóra Landsvirkjunar. Þar munu tekjur þjóðarinnar skerðast enn frekar, gjaldeyrisöflun stórskaðast, orkufyrirtækin munu tapa allt að 80% af sölu rafmagns, tekjur ríkis og sveitarfélaga mun skerðast verulega og svo framvegis. Kannski ætla stjórnvöld bara að taka þær þúsundir fólks sem missa vinnuna í vinnu hjá sér. Að þjóðin verði öll í vinnu við að þjóna sjálfri sér og engin verðmætasköpun eftir. Þá er hætt við að skattar muni hækka verulega, jafnvel upp í 100% og mun þó ekki duga til!

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2020 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband