Nú er ekki tími lýðskrumara

Það er til mikilla fyrirmyndar hjá stjórnvöldum að treysta algjörlega framvarðarsveit lögreglu og heilbrigðisyfirvalda. Fram kom hjá Víði Reynissyni og Þórólfi Guðnasyni á kynningarfundinum í dag að engin pólitíksur þrýstingur væri á þau að gera hlutina eitthvað öðruvísi en gert hefur verið.

Því miður eru þeir til sem nú þykjast sérfræðingar í hevrnig geri eigi hlutina eða hvernig hefði átt að gera þá. það eru því miður aðilar sem nú gerast lýðskrumarar í þeirri trú að þeir geti aflað msér vinsælda. Við þurfum að varastvb slíkt fólk. Sem betur fer stendur mikill meirihluti þjóðarinnar saman og treystir okkar fagfólki. Höldum því áfram.

Stjórnvöld kynntu stóran pakka í gær til að bregðast við ástandinu. Hér er um gífurlega stóran björgunarpakka að ræða. Stjórnvöld hafa sagt að vel geti svo farið að endurskoða þurfi þessar aðgerðir eftir því hvernig mál þróast.

Aðalatrið er að að fólk haldi sinni vinnu og að ríkissjóður komi sterkt inn með hlutastarfaleiðinni. Auðvitað er það svo hagur allra að fyrirtækin geti haldið áfram sinni starfsemi. Grundvallaratrið á þessum erfiðum tímum er að fólk haldi sem mestu af sínum launum.

Nú er það svo að lýðskrumarar munu örugglega á næstu dögum sjá ýmislegt að í tillögum stjórnvalda. Þeir munu koma með alls konar yfirboð til að slá pólitíkskar keilur í von um að afla sér vinsælda.

Það er ekki staður eða stund fyrir lýðskrumara um þessar mundir. Íslenska þjóðin stendur saman og treystir sínu fagfólki og treystir stjórnvöldum til að koma okkur í gegnum þennan erfiða skafl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Innilega sammála þér Sigurður þetta er þarfur og góður pistill hjá þér. Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.3.2020 kl. 17:08

2 identicon

Sammála þér. Sennilega hefði verið alveg sama þótt stjórnvöld hefðu haft þessar aðgerðir tvöfalt meiri. Sigmundur hefði samt toppað.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 08:26

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hið raunverulega framlag er 60 milljarðar. Hvers vegna er þá fullyrt að það nemi 230 milljörðum?

Það er ágæt byrjun að segja satt. Því hefðu stjórnvöld átt að gæta að.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 12:36

4 identicon

Tek undir orð Þorsteins Siglaugssonar

í athugasemd hér að ofan.

Þau orð segja allt sem segja þarf.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband