Hver á að borga?

Stjórnrandstaðan átti sviðið í Silfrinu á RUV í dag. Þasu voru yfirleitt ágætlega málefnaleg og ræddu málin af yfirvegun. Einn aðili skar sig þó úr,fulltrúi Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hún taldi að ríkisstjórnin væri að gera alltof mikið fyrir fyrirtækin. Það ætti frekar að greiða öllum borgaralaun,það ætti að setja meiri peninga í alls konar rannsóknir og til mennatmála.

Allt er þetta kannski æagætt en hver á að borga? Það er ótrúlegt að þingmaður skuli ekki gera sér grein fyrir að til að þjóðfélagið gangi þurfa hjól atvinnulífsins að snúast. Ríkissjóður fær ansi litlar tekjur ef ekkert atvinnulíf er.Það kemur lítið af peningum í ríkiskassann ef fólk hefur ekki atvinnu. Það kemur lítið í ríkiskassann ef við höfum ekki vinnu sem skapar verðmæti.

Grundvöllurinn til aðhalda uppi okkar góða velferðarkerfi er að atvinnuhjólin snúist og fólk hafi vinnu.

Það er því atriði núme eitt hjá ríkisstjórninni að gera ráðstafinir til að tryggja að atvinnulífið fari í gang eins fljótt og mögulegt er eftir að við losnum við veiruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hver á að borga er mjög góð spurning. Ríkissjóður er við öll. Þegar stjórnmálamenn leyfa sér að tala eins og Ríkissjóður sé eitthvað sjálfstætt fyrirbæri, eru þeir komnir út í skurð. 

 Allur fjárhagslegur kostnaður og vilyrði stjórnmálamanna um stuðning, í hvaða formi sem er, kemur úr vösum einstaklinga og fyrirtækja. Ekki gleyma því.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2020 kl. 00:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er einhver voðalegur misskilningur á ferðinni. Ég held að Þórhildur Sunna hafi verið eini stjórnmálaforinginn sem greip á meginatriðinu.

Sem er að hér verður engin hagsæld framar ef við grípum ekki þegar í stað til þeirra aðgerða sem vinna gegn kolefnismengun.

Það er nefnilega vistkerfi plánetunnar sem skapar möguleikana á matvælaframleiðslu og verðmætasköpun.

Það á að verða fyrsta verk að kalla saman Allsherjarþing S.Þ. og  leggja niður kirkju hagvaxtarkröfunnar.

Ég hef hvergi séð fregnir af vísbendingum í þá veru að Plánetan Jörð hafi

sent ákall um aukna neyslu mannkynsins og aukinn hagvöxt.

Góðbændur drefa fjóshaugnum á ræktarlöndin en standa ekki í miðjum haugnum 

með skófluna og ausa mykjunni yfir hausinn á sér eins og neysluhagkerfin

ástunda.

Nú höfum við náð að útrýma miklu fleiri tegundum en vistkerfinu er hollt.
Kannski nær það að jafna sig - kannski ekki.

En ef svo illa fer - hverjum á þá að senda reikninginn  - Hver borgar?

Árni Gunnarsson, 6.4.2020 kl. 11:04

3 identicon

Nú hefur komið í ljós, Árni, að það er minni losun gróðurhúsaloftegunda frá því að þessi krísa byrjaði, væntanlega vegna þess að verksmiðjum hefur verið lokað. Síðan skal bent á að með meiri ræktun í gróðurhúsum erum við að eyða vissum gróðurhúsalofttegundum . Reyndar með allri ræktun. Það að dreifa húsdýraáburði á tún, sérstaklega að hausti til tel ég vera vonda leið til að nýta áburðinn. Betra að plægja hann niður með nýræktinni. En það er mín skoðun.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2020 kl. 14:57

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ríkisvaldið, bæði hér og erlendis, hefur í rauninni stöðvað stóran hluta atvinnulífsins með handafli. Ferðabönnin stöðva túrismann. útgöngu- og samkomubönn hægja gríðarlega á allri verslun. Og þetta leiðir af sér atvinnuleysistölur sem ekki hafa sést hérlendis áður og umtalsverðan tekjusamdrátt hjá þeim sem fara í skert starfshlutfall.

Jafnvel þótt ríkið gangi í að reyna að bæta fyrirtækjunum upp tekjutapið ná sjóðir þess og lánamöguleikar ekkert endilega mjög langt ef frostið í atvinnulífinu heldur áfram. Og vandinn er að jafnvel þótt hindrunum verði aflétt hérlendis fljótlega, þá munu ferðabönnin vara lengur, og svo, vegna þess hversu lítill hluti þjóðarinnar hefur enn smitast, mun veikin blossa upp aftur eftir einhverja mánuði og panikkin endurtaka sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2020 kl. 16:00

5 identicon

Nú er tækifæri til að selja grúðurhúsabændum rafmagn á framleiðsluverði í stað þess að fara í vegferð forstjóra Landsvirkjunar og gefa ESB allt rafmagn sem framleitt er á Íslandi og neyða almenning til að kaupa sitt rafmagn frá ESB á uppsprengdu markaðsverði í gengum sæstreng

Grímur (IP-tala skráð) 6.4.2020 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband