Björn Leví á rangri hillu

Afrekaskrá Björns Leví á Alþingi felst í því að leggja bfram óhemjumagn af fyrirspurnum. Í mörgum tilfellum er erfitta að sjá hvaða tilgangi þær eiga að þjóna.Gera lítið annað en að ráðuneytisfólk geti ekki sinnt sínum störfum á meðan þau þurfa að eyða tíma í að útbúa svör.Það er alveg ljóst að Björn Leví er á rangri hillu að gegna starfi þingmanns. Svona maður þarf að vera spurningahöfundur í Gettu betur og þá fyrst og fremst í hraðaspurtningum. Þær spurningar eru að mestu leyti tilgangslaus fróðleikur,sem keppendur reyna að svara.

Stefán Eiríksson útvapsstjóri myndi gera þjóðinni mikið gagn með því að ráða Björn Leví, sem spurningahöfund á RUV.Það er örugglega fínn vinnustaður fyrir Björn Leví,þar getur hann gengið um á sokkalestunum og verið jakkalaus og engin neitt að vesenast yfir því.


mbl.is Fyrirspurnadrottningar og -kóngar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gera lítið annað en að ráðuneytisfólk geti ekki sinnt sínum störfum á meðan þau þurfa að eyða tíma í að útbúa svör.

Ætti að vera

Gera lítið annað en að ráðuneytisfólk geti ekki sinnt sínum störfum á meðan það þarf að eyða tíma í að útbúa svör.

Horður Kristjansson (IP-tala skráð) 10.5.2020 kl. 18:02

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Takk fyrir þetta. Laukrétt.

Sigurður Jónsson, 10.5.2020 kl. 20:14

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Stefán Eiríksson mundi gera þjóðinni stóran greiða með því að leggja niður Rás 2 og athuga að leggja niður Sjónvarpið og spara stórfé og hætta með útvarpsgjaldið. En þessi Björn Leví má vera hvar sem er mín vegna. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.5.2020 kl. 10:21

4 identicon

Sæll Sigurður.

Björn Leví hefur þetta extra að geta
haldið sér í umræðunni þegar honum sjálfum
dettur í hug.

Hann virðist nota sér þá 'kosti' sem kerfið hefur
uppá að bjóða og gerir það af stakri snilld.

Þetta er hvort eð er skemmtisamkoma öðrum þræði
og því skyldi Björn ekki gera sér gaman, - og sjálfur verður hann 'hissastur'
þegar gamanið gengur upp; leikari af guðs náð.

Margur hefur beðið til Guðs og það árum saman að kæmi
sjónvarps- og útvarpsstöð sem flytti einungis talað efni.
Björn Levi er fyrir mér sjálfkjörinn útvarps- og sjónvarpsstjóri
og jafnframt eini starfsmaður slíkrar stöðvar.

Húsari. (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 12:10

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki hægt að setja Björn Leví upp á skóhillu? Þá er hann kannski á réttri hillu.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband