Köld kveðja frá Vinstri grænum

Grafalverlegt ástand er í atvinnumálum er mikið á Suðurnesjum.Fjöldi þeirra sem hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleiðinni er mikill. 

Stopp ferðaþjónustunnar hefur verulega mikil áhrif á Suðurnesjum. Það er því ótrúlegt að VG skuli stoppa 12-18 milljarða framkvæmdir sem Nató fyrirhugaði hér. Þetta hefði skapað fleiri hundruð störf og mikla innspýtingu hér á þessum erfiðu tímum.Það hlýtur að vera erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn að kyngja þessari fáránlegu afstöðu VG.

Nú hljóta allar sveitarstjórnir á Suðurnesjum að senda frá sér harðorð mótmæli og kröfu um að VG endurskoði þessa afstöðu sína.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hlýtur að koma saman og senda frá sér mótmæli og áskorun til VG að endurskoða afstöðu sína.

Þingmenn Suðurkjördæmis hljóta að berjast sameiginlega fyrir því að VG endurskoði þessa fáránlegu neikvæðu afstöðu sinnar að stoppa atvinnuuppbyggingu sem í boði er.


mbl.is Þungt högg að verða af hundruðum starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Suðurnesja vol og víl,
versnar dag frá degi,
frú ei hlær í betri bíl,
bóta margur þegi.

Þorsteinn Briem, 15.5.2020 kl. 13:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í seinni heimsstyrjöldinni lifðu Íslendingar fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld. cool

Þáverandi utanríkisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, grátbað bandaríska herinn um að vera hér áfram en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið "góðæri" í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim 700 þúsund krónur á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það. cool


George W. Bush
og Davíð Oddsson í
Hvíta húsinu
í júlí 2004. Davíð var utanríkisráðherra frá 15.
september 2004 þar til Halldór Ásgrímsson
skipaði hann seðlabankastjóra ári síðar.

Þorsteinn Briem, 15.5.2020 kl. 14:08

3 identicon

Vilja ekki Kínverjar kaupa smá landspildu einhverstaðar uppi í rassgati og jafnvel gera stóra höfn fyrir austan? Við fáum líka plentí pening ef við göngum í ESB. Kísilverksmiðjan í Helguvík skapar bæði störf og gjaldeyri látum við af kröfum sem ekki eiga heima í svona þrengingum. Og það mundi klingja ljúflega í ríkiskassanum ef við værum með ljósahund til útlanda. Brauðmolarnir eru víða þó Bandaríkjamenn fái ekki að vopnvæða Suðurnesin í þessari kreppu, við þurfum bara að vera opin fyrir því að hundsa hugsjónir sem hefta verðmætasköpun og arðsöm viðskipti.

Vagn (IP-tala skráð) 15.5.2020 kl. 21:14

4 identicon

Sæll Sigurður.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því
að Sjálfstæðisflokkurinn láti þetta
yfir sig ganga.

Öfga-stjórmál eru á pari við öfgatrú.

Þeir sem aðhyllast slíkt láta rök sig engu varða
og enn síður þó að líf og dauði liggi undir, -
megi það kosta hvað kosta vill!

Hjónabönd, sambúð, alger upplausn, uppgjöf og vonleysi
fólks á Suðuðurnesjum skiptir engu máli!

Þó er einungis verið að uppfylla samninga við
Nató og eðlilega uppbyggingu hér sem annars staðar.

Það verður að slíta þessu stjórnarsamstarfi ef vel á að fara
og farið hefur fé betra.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.5.2020 kl. 21:54

5 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Sigurður Ingi hltur að geta rett suðurbnesja mönnum peningin enda sá er fór harðast fram með VIÐSKIIPTA ÞVINGARNIR GEGN RUSSUM, með tilheyrandi skakkaföllum fyrir þjoðarbúið. 

þiggja 18 miljarða frá sömu elitinunni og náði 400 miljorðum út úr sðelabanka islands  og gerði þar af leiðandi endanlega út af við þjoðina. 

Island lagði inn umsóknn í Esb árið 2000 fyrir alvöru og varð gjaldþrota árið 2008 með þyska banka inn á gafli hja þjóðinni og með þyskabanka inn á gafli hjá kaupþingi líka. 

Nato og Esb er sitthvor hliðin á sama peningnum. 

það voru nefnilega þeir sem að réðu öllum árum að þvi að KNÉSETJA LANDIÐ, en ekki verja það. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 16.5.2020 kl. 10:42

6 Smámynd: Snorri Gestsson

atvinnumál á Suðurnesjum versus seta í ríkisstjórn m/Katrínu, hvort skiptir  BB og SI meira máli eða er þetta kannski afturgálga frétt ? 12% flokkur stoppar ekkert 

Snorri Gestsson, 16.5.2020 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband