Geta Sjálfstæðismenn sætt sig við að VG ráði svona miklu?

Staða mála á Suðurnesjum er grafalvarleg. Atvinnuleysi er 25% og stefnir jafnvel í meira. Það var því fagnaðarefni að heyra fréttir um að NATO væri með fyrirhugaðar framkvæmdir uppá 12-18 milljarða. Slík innspýting hefði verið fábær og skapað mörg hundruð störf og lagað ástandið mikið. Hvað gerðist? Forysta VG sagði stórt NEI við svona framkvæmd og létu þar ráða eldgömul sjónarmið sem ekki eiga við lengur. Sveitarfélögin Suðurnesjabær,Vogar og Reykjanesbær eru meðal þeirra 9 sveitarféga þar sem ástandið er verst vegna Kórónu veirunnar.Ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi virkilega að sætta sig við að VG geti stöðvað þessar framkvæmdir. Ríkisstjórnin þarf á ykkar stuðningi að halda til að geta lifað áfram,þannig að þið getið haft úrslitaáhrif.

Heilbrigðisráðherra hefur barist hatrammlega fyrir því að sjúklingar geti ekki leitað á Klíníkina með stuðni Sjúkratryggingar Íslands. Frekar eru sjúklingar sendir til útlanda með margföldun kostnaði.Hvaða vit er nú í þessari stefnu Svandísar. Hvernig geta Sjálfstæðismenn sætt sig við þetta?

Það sýndi sig nú í Covid 19 að gott var að geta leitað til Ísleskrar erðagreiningar,þrátt fyrir að það sé einkafyrirtæki.Einkafyrirtæki geti nefnilega verið góð fyrir land og þjóð.

Það er orðin þörf á að halda áfram að virkja í landinu. Við þurfum aukið rafmagn ef við ætlum að ná okkur upp úr kreppunni. Það verður einnig mikil þörf í næstu framtíð vegna rafbílavæðingar og að rafmagn komi í hafnirnar til að geta selt skemmtiferðaskipum.

En það er eitt í veginum. VG er á móti virkjunum og leggst mjög eindregið gegn slíkri uppbyggingu. Geta Sjálfstæðismenn sætt sig við að afturhaldsflokkurinn VG geti stöðvað eðlilega þróun í jafnmikilvægu máli og að halda áfram að virkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"VG er á móti virkjunum og leggst mjög eindregið gegn slíkri uppbyggingu."

Voru Vinstri grænir til dæmis á móti Búðarhálsvirkjun?!

Voru Vinstri grænir á móti byggingu kísilvers á Bakka við Húsavík og virkjun á Þeistareykjum vegna kísilversins?

Stafkarlinn þar steyptist í,
Steingrímur með joðið,
eitrað Mývatn út af því,
ef þið bara skoðið.

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.
Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi. cool

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Stórfelld atvinnuuppbygging á Suðurnesjum og annars staðar hér á Íslandi í bæjum og sveitum undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið vegna ferðaþjónustu og hafa Vinstri grænir verið á móti ferðaþjónustunni?! cool

Fjölmargir mörlenskir hægrimenn hafa hins vegar fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu, eins og mýmörg dæmi sanna hér á Moggablogginu allt frá árinu 2007. cool

Þorsteinn Briem, 18.5.2020 kl. 17:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 18.5.2020 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband