Má eldri Sjálfstæðismaður ekki bjóða sig fram?

Undarleg finnst mér umræðan hvað varðar þátttöku forystumanna eldri borgara í stjórnmálum. 

Ingibjörg Sverrisdóttir er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og situr í stjórna Landssambands eldri borgara. Ég sé það á facebook að hún er mjög gagnrýnd fyrir að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það fari engan veginn saman að formaður FEB í Reykjavík sé að skipta sér af pólitík. Er það vegna þess að hún er að leita eftir stuðningi Sjálfstæðismanna?

Finnst sama fólki þá eðlilegt að sklrifstofustjóri Landssambands eldri borgara og stjórnarmaður FEB sé í framboði fyrir Samfylkinguna?

Fannst þessu sama fólki eðlilegt Ellert B.Schram fyrrverandi formaður LEB væri í forystu Samfylkingarinnar.

Ég tel það vera af hinu góða að baráttukona eins og Ingibjörg berjist fyrir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Nái hún árangri væri það örugglega jákvætt að sú rödd heyrðist innan Sjálfstæðisflokksins.

Ég tel það sömuleiðis mjög jákvætt að Þórunn Sveinbjörnsdóttir fráfarandi formaður LEB skuli hella sér í baráttunamen. Hún skipar þrtiðja sæti hjá Framsókn í Reykjavík.

Það er líka af hinu góða að Viðar Eggertsson skriftofustjóri LEB berjist innan Samfylkingarinnar að afnema heimsmetið skerðinga sem flokkurinn setti á sínum tíma og stendur því miður enn.

Vonandi verða það enn fleiri eldri borgara sem skipa framboðslistana fyrir þingkosningarnar í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband