ÞETTA STÓRA EF.

Já,það er gaman að velta því fyrir sér hvernig staðan væri núna hefði Davíð ekki hætt í stjórnmálum. Hefði stjórn með Framsóknarflokknum orðið áfram. Eða hefði Sjálfstæðisflokkurinn kannski  ekki náð eins góðum árangri í kosningunum og raun varð á undir stjórn Geirs.Hefðu vandamálin aldrei orðið eins mikil í borgarstjórn Reykjavíkur hefði Davíð verið formaður. Auðvitað er útilokað að svara þessum spurningum,en örugglega væru mál öðruvísi núna heldur en þau eru. Eitt er þó nokkuð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið í ríkisstjórn með Ingibjörgu Sólrúnu. Það er reyndar hreint ótrúlegt hvað Sjálfstæðismenn þurfa að heyra mikið af yfirlýsingum frá formanni Samfylkingarinnar, sem, eru í andstöðu við yfirlýsingar ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Ingibjörg gaf út sérstaka yfirlýsingu vegna hvalveiðanna,þvert á yfirlýsingu Einars K. Ingibjörg gaf út sérstaka yfirlýsingu vegna Baugsmálsins,þvert á yfirlýsingu Geirs. Er það virkilega skoðun Samfylkingarinnar að ekki hafi mátt rannsaka gerðir forsvarsmanna Baugs. Það má ekki gleyma því að Baugur er almenningshlutafélag. Í kvöld gengu yfirlýsingar Ingibjargar þvert á það sem Árni fjármálaráðherra sagði varðandi efnahagsmál.

Mikil er þolinmæði Sjálfstæðismanna gagnvart formanni Samfylkingarinnar. Ég held að Davíð hefði aldrei getað sýnt henni svona umburðarlyndi.

Já það er alltaf gaman að velta þessu EF fyrir sér. Um eitt getum við þó verið sammála eins og segir í SS auglýsingunni, Davíð Oddsson var einstaklega hæfur leiðtogi.


mbl.is Nánast hálfur maður sem utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkar,Osama Bin Laden er:DAVÍÐ ODDSSON.

Númi (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband