UPP MEÐ ERMARNAR GEIR.

Enn aukast óvinsældir ríkisstjóranarinnar. Óvinsældir hennar virðast fyrst og fremst bitna á Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin virðist hafa lag á því að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer og segist vera á annarri skoðun. Aftur á móti þegar um góð og vinsæl mál er að ræða segir Samfylkingin að hún hafi komið málið í gegn þrátt fyrir að erfitt hafi verið að fá Sjálfstæðisflokkinn til að samþykkja.

Skoðanakannanir sem sýna Sjálfstæðisflokkinn með 33% fylgi þýðir samkvæmt reynslunni að flokkurinn fengi 27-28% í kosningum.Þetta er ískyggileg þróun og getur engan vegin verið ásættanleg. Með sama áframhaldi verður það bara spurning hvenær Samfylkingin telur það þjóna sínum hagsmunum best að slíta stjórnarsamstarfinu.

Fólki finnst ansi lítið gert til að berjast gegn verðbólgunni. Gengisfelling krónunnar og vantrú fleiri og fleiri á því að við getum notað hana sem gjaldmiðil er stór þáttur í að draga úr fylgi flokksins. Geir hefur ekki mátt heyra minnst á Evruna eða að hugleiða og taka til umræðu að ganga í Efnahagsbandalagið. Þorgerður Katrín opnaði þó á þann möguleika.Útrásin hefur beðið afhroð. Þeir sem töluðu sem hæst að þeir væru að bjarga íslensku þjóðfélagi þegja nú þunnu hljóði,en allur almenningur þarf að súpa seyðið af vitleysunni. Fólk sem nú er  að missa atvinnuna kennir Sjálfstæðisflokknum um.

Sama sorgarsagan heldur áfram í Reykjavík. Flokkurinn nær engan veginn að hífa upp fylgið enda heyrist ekkert frá borgarfulltrúunum og þeir reyna ekki einu sinni að sannfæra kjósendur um að nú sé um samheldan hóp að ræða, sem ætlar að sanna sig sem verðuga fulltrúa. Það er því ekki von á góðu.
Þetta eru ekki skemmtilegir tímar fyrir okkur Sjálfstæðismenn. það er ansi hart að sjá flokkinn vera í frjálsu falli eins og hlutabréfin og krónan eru í.  Það væri nú gott ráð að gera eitthvað til að vinna upp fylgið á nýjan leik.

 


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála mörgu af því sem að þú skrifar. Ég sé að þú ert sveitastjóri fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp, en það vill svo til að ég er nýbúinn að fljúga yfir eitthvað af bæjum á svæðinu.

Hægt er að skoða myndir hér:

http://www.photo.is/08/06/7/index_19.html

og

http://www.photo.is/08/05/8/index_16.html

og

http://www.photo.is/fly/index_3.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.7.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Sigurjón

Það er alveg ástæða til að gera eitthvað róttækt.  Það gengur ekki að fylgið hrynji svo af okkur Sjöllunum.  Ef það bara fyndist nú olía...

Sigurjón, 2.7.2008 kl. 01:08

3 identicon

Þakka þér Sigurjón fyrir skemmtilegar myndir úr sveitinni.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband