MJÓNA Í GARÐINUM

Ég fór í dag og kíkti í Garðinn. Alltaf vinalegt að koma í það ágæta sveirafélag, sem nýverið fagnaði sínu 100 ára sjálfstæði. Mér lék svolítil forvitni á að sjá listaverkið,sem vígt var formlega samhliða hátíðarhöldunum. Sem betur fer vissi ég svonna nokkurn veginn hvar ætti að leita við innkomuna í Garðinn að listaverkinu.Annars hefði ég örugglega keyrt inní bæinn án þess að taka eftir stönginni. Hugmyndin að verkinu fannst mér góð þ.e. kona/konur að horfa til sjávar og mjög vel viðeigandi fyrir sjómannslífið í Garðinum.

Satt best að segja trúði ég vart mínum eigin augum þegar ég leit listaverkið augum. Þetta er eins og þokkalegur ljósastaur eða flaggstöng á að líta. Vonandi reyna bæjaryfirvöld að gera eitthvað í umhverfinu til að hressa uppá þetta.

Mér er tjáð að umrætt listaverk hafi kostað þó nokkrar milljónir króna. Auðvitað er það alltaf matsatriði í hvað á að setja fjármunina,en ég bjóst við að sjá öflugra listaverk en raun ber vitni.Smekkur manna er reyndar misjafn og sýnilega er úverandi meirihluti hrifinn af mjónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband