VIÐHORFSBREYTING NAUÐSYNLEG

Það er með ólíkindum hvernig við metum störf til launa. Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu,umönnunarstörf,störf í leikskólum og grunnskólum eru yfirleitt mjög illa launuð störf. Allir viðurkenna þó að þessi störf eru þau sem skipta okkur öll ansi miklu máli. Ég hef þá trú að það sé mikill skilningur fyrir því meðal þjóðarinnar að við verðum að gera vel við þessa hópa. Fram hefur t.d. komið hjá ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum að þær hafa ánægju af sinni vinni,en það er ekki hægt að ætlast til þess að heilu starfsstéttirnar vinnu eingöngu af hugsjón einni saman. Það lifir engin af hugsjóninni einnig. Það er slæmt ef við fáuum ekki fólk til að vinna ummönnunar og uppeldisstörf vegna lélegra launa. Viðhorfsbreyting ráðamanna er nauðsynleg.
mbl.is Hætti vegna lágra launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála þér Sigurður. Það er verið að svelta grunnstoðir samfélagsins en því miður virðist ekki nógu mikið af fólki gera sér grein fyrir því. Kalla þessar stéttir "vælara" o.s.frv. án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum til langs tíma.

Adam (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:57

2 identicon

Mig grunar að ef ljósmæður hætta unnvörpum, hljóti að fara um ráðamenn þjóðarinnar þegar kemur að barnsfæðingum hjá fjölskyldum þeirra og vinum og enginn er til að sinna um mæður og börn.  Þá er nú lítið gagn af milljónum í mánaðarlaun kappanna ef enginn innan seilingar hefur hundsvit á yfirsetu, að ég tali ekki um því sem upp á kann að koma í fæðingum.

núll (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:40

3 identicon

Það er nú bara svo sorglegt að það eru alltaf kvennastéttirnar sem virðast vera verst launaðar...

Eitt dæmi um er kennarastéttin. Einu sinni var hún virðingarverð, en það var þegar kennarar voru að stærstum hluta karlmenn. Svo lækkuðu launin að sjálfsögðu með hækkuðu hlutfalli kvenna í stéttinni...

Tinna (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:12

4 identicon

Konan mín vinnur á leikskóla og er ekkert of sæl af laununum sínum.  Mín laun eru nokkru hærri og við komumst ágætlega af, en mikið vildi ég samt hafa það mikið handa á milli, að ég gæti verið viss um að eiga alltaf fyrir reikningum um mánaðamót.  En vilja ekki allir alltaf meira ??  ÉG líka.

núll (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband