" SKÍTT MEÐ KERFIÐ"

Flestir Íslendingar eru stoltir af sínum þjóðfána og þjóðsöngnum okkar. Þetta eru tákn okkar sem þjóðar og við fyllumst stolti þegar við sjáum fánann okkar og heyrum þjóðsönginn spilaðan eða sunginn.

Það hefur því örugglega farið fyrir brjóstið á mörgum þegar fjölmiðlar birtu fréttir af skemmtun Framsóknarmanna, sem skrumskældu Þjóðsönginn og gerðu hann að einhvers konar baráttulagi fyrir sinn flokk. Þeir voru reyndar seinheppnir að einhver fundarmaður skuli hafa myndað uppákomuna og afhent sjónvarpsstöð til sýningar. Varla hefur þetta nú verið til að auka fylgi flokksins.

Símafyrirtæki auglýsir"Skítt með kerfið" og notar sem bakgrunn litina í íslenska fánanum og flestir sjá auðvitað fyrir sér íslenska fánann. Einhvern finnst manni þetta ekkert sniðugt. Ef til vill er maður alltof viðkvæmur fyrir þessu,en ég held samt að við þurfum ð sýna fánanum okkar og Þjóðsöngnum virðingu. Við eigum ekki að nota þessi tákn þjóðarinnar í skrumstælingaformi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta nú bara benda til þess að unga kynslóðin sé farin að draga gildi þjóðernishyggju í efa. Auk þess eru margir mjög ósáttir við að nota sálm sem þjóðsöng og fána með trúartákni í landi þar sem í orði kveðnu ríkir trúfrelsi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband