Á EKKERT AÐ GERA ?

Athyglisverð auglýsing frá Félagi íslenskra stórkaupmanna. Ég trúi ekki öðru en forysta Sjálfstæðisflokksins skilji það andrúmsloft sem ríkir í þjóðfélaginu. Fleiri og fleiri af dyggustu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins undrast það að ekkert skuli gert til að berjast í því að laga efnahagsástandið. Allavega vantar mikið uppá að þjóðin sé upplýst um það hvað sé í gangi til að bjarga málum.

Það er öllum orðið ljóst held ég að krónan getur ekki verið okkar gjaldmiðill lengur. Gengissveiflur eru svo miklar að það er ekki hægt að búa við það. Þótt það standi í stjórnarsáttmálanum að ekki eigi að sækja um aðild að Efnhagsbandalaginu á þessu kjörtímabili er staðan nú þannig að forysta Sjálfstæðisflokksins verður að taka þessi mál til alvarlegarar umræðu núna. Það er vaxandi þrýstingur frá mörgum hópum innan Sjálfstæðisflokksins að svo verði gert.

Ég sem góður og dyggur stuðningsmaður hef áhyggjur af stöðu flokksins.

 


mbl.is FÍS lýsir miklum áhyggjum af ástandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verða bara allir að flytja yfir hafið það eru nú þegar um 3% af öllum Íslenskum ríkisborgurum nú þegar búsettir í Danmörku sem dæmi. Bakkabræðrahagkerfið hér á landi gengur ekki lengur í augun á erlendum fjárfestum. Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið. Núna er spurningin hvort máltækið sé ekki orðið svona hér á landi.  Neyðin kennir ekki naktri konu að spinna því hún hefur ekkert til að spinna úr. Þökk sé lélegum stjórnmálamönnum hér á landi til margra ára.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband