MIKILL MUNUR Á UNGU FÓLKI

Fyrir stuttu sá ég frétt um erlend ungmenni sem unnu við hreinsunarstörf í Viðey. Ungmennin fá greidd fargjöld og mat en vinna kauplaust við fegrunar og að gróðursetja hér á okkar ágæta Íslandi. Svona framtaki erlendra ungmenna ber að fagna.

Svo kemur til landsins annar hópur ungs fólks erlendis frá sem kallar sig samtökin Saving Iceland og gera ekki annað en mótmæla framkvæmdum hér á landi. Ekki veit ég hver heldur slíkum hópum uppi eða hver borgar fargjöldin.Það værti reyndar fróðlegt að vita.  Lesendur geta svo velt fyrir sér hvor hópur hinna erlendu gesta gerir nú meira gagn fyrir okkur.

Ég hef þá skoðun að þessir erlendu mótmælendur ættu að líta sér nær og skoða ástandið og umhverfismálin í sínu eigin heimalandi áður en þau sorma til Íslands að skipta sér af okkar málum.


mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég tek undir það sem þú skrifar Sigurður.
Já, gaman væri að vita hver borgar fargjöld og uppihald þessara ungmenna.
Ég er ekki viss um að þeim sé ekki sagður allur sannleikurinn þegar þau eru lokkuð hingað til lands.

Stefán Stefánsson, 12.7.2008 kl. 18:23

2 identicon

Ég get upplýst þig um það hverjir borga fargjöldin. Það gera mótmælendurnir sjálfir. Hvernig í ósköpunum hefur það orðið svona mikil ráðgáta á hverju þetta fólk lifir?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:41

3 identicon

Ísland er að verða eins og versta "hliða" kommúna í Florída + glæpir og fátækt.  Ekkert má lengur nema það sem er sérstaklega leyft.  Allir verða að bugta sig og beygja eftir geðslagi dómsmálaráðherra.  Væri Birni Bjarnasyni ekki nær að hamast svolítið á kerlu sinni og láta almenna borgara í friði.

Annars er um þessa launalausu atvinnumótmælendur að segja.  Þeir hafa sennilega meiri áhuga á félagsskapnum en málefninu.

sleipiefni (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband