HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Eins og þessar tölur bera með sér er vandi sveitarfélaga á landsbyggðinni víða mikill.Á næstu árum munum við ekki geta búist við neinni aukningu í sjávarútveginum. Allir gera sér samt grein fyrir að þjóðfélagið verður að auka sínar tekjur og framboð í atvinnu ef ekki á illa að fara. Aukning getur að sjálfsögðu orðið í ferðaþjónustu,sem skapar tekjur. Ekki er hægt að reikna með að landbúnaðirinn skapi okkur auknar tekjur erlendis frá.

Það er því eðlilegt að horft sé til þess að nýta þá orku sem er til staðar í landinu. Það mun verða grundvöllur að frekari uppbyggingu á landsbyggðinni ef rétt er haldið á málum og orkan fyrst og fremst nýtt á þeim stöðum sem hún verður til.

Ískyggilegt finnst mér að einungis um fjórði hluti þjóðarinnar skuli treysta Geir Haarde til að leiða þjóðina útúr þeim vanda sem nú steðjar að. Það var merkilegt en þarf kannski ekki að koma á óvart að þeir voru ekki margir Samfylkingarmennirnir sem treysta Geir.

Halda menn virkilega að einhver væri betur til þess fallin að stjórna Þjóðarskútunni núna heldur en Geir Haarde? Það væri fróðlegt að heyra nöfn. Ekki trúi ég því að fólk vilji Steingrím J. eða Guðna Ágústsson til að stjórna.


mbl.is Viðvarandi fólksfækkun í 22 sveitarfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Geir getur ekki leyst þennan vanda. Það er ekki til nógu mikil orka til að byggja 21 álver, eitt fyrir hverja byggð sem nefnd er í fréttinni. Hann er ekki tilbúinn til að stokka upp kvótakerfið. Öllu er stjórnað að sunnan og það lýtur ekki út fyrir að stofnanir verði fluttar út á land. Vandi landsbyggðarinnar er sambland af breyttum heimi og mistökum liðinna ára. Fanatísk stóriðjustefna á kostnað alls annars mun ekki leysa vandamálið, nema á örfáum stöðum. Geir eða Steingrímur, fækkunin er komin til að vera.

Villi Asgeirsson, 15.7.2008 kl. 21:46

2 identicon

Af hverju er svona nauðsynlegt að halda öllu landinu í byggð? Eru ekki stærri einingar hagkvæmari í rekstri?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:32

3 identicon

Ég held að flestir Íslendingar séu nú þeirrar skoðunar að ekki sé nóg að byggð færist öll í stóra kjarna. Landsbyggðin hefur nú skapað grundvöllin af þeim góðu lífskjörum sem við búum við. Það er ekki hagstætt að allir íbúarv flykkist á Reykjavíkursvæðið. Við lifum ekki eingöngu á verslun og þjónustu. Það þarf að efla landsbyggðina t.d. með því að nýta möguleikana sem við höfum í að nýta orkuna.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allt í lagi að efla landsbyggðina, en þarf að vera búseta á hvejum fermetra? Svo er enginn að tala bara um Reykjavík. Er ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og fleiri staðir ekki að spjara sig ágætlega án stóriðju. Það er svolítið merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem á að heita hægri flokkur, vill hafa vitið fyrir landanum. Er það ekki einmitt stefna hægri manna að láta markaðinn sjá um sig sjálfan? Ef Ísafirði gengur vel en Djúpuvík ekki, þá á Djúpavík bara að fara í eyði?

Villi Asgeirsson, 16.7.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband