VILL FÓLK VIRKILEGA VINSTRI STJÓRN ?

Stöð 2 gerir mikið úr skoðanakönnun sem þeir túlka að aðeins fjórðungur landsmanna treysti Geir Haarde til að stýra þjóðarskútunni í gegnum efnahagserfiðleikana.Í hádeginu var viðtal við Guðna Ágústsson,formann Framsóknarflokksisn,sem sparar ekki stóru orðin.Hann telur Geir daufan og það vanti allt frumkvæði í hann til að stjórna.Athyglisvert að heyra svona gagnrýni frá formanni flokks,sem mælist frá 7-9 % í skoðanakönnunum. Miðað við yfirlýsingar Guðna um Geir hlýtur að vera mikið að hjá forustumanni Framsóknar.Furðulegt að menn með þetta fylgi telji sig eiga að leiða þjóðina.

Auðvitað höfum við Sjálfstæðismenn áhyggjur af stöðu flokksins. Það er mikið áhyggjuefni ef svo er komið fyrir íslensku þjóðinni að hún vilji fremur að Steingrímur Vinstri grænum og Guðna Framsóknarformann til að leiða þjóðina útúr efnahagsvandanmum. Hefur fólk virkilega trú á því að þeir félagar með Samfylkinguna innanborðs væru líkleg til að bjarga þjóðinni?

Þó ýmislegt megi finna að núverandi stjórn held ég að það séu smámunir í samanburði við hvernig ástandið væri ef við hefðum vinstri stjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þeir sem muna vinstri stjórnir vilja þær ekki. Spurning er hins vegar hvernig þú flokkar þessa stjórn. Hún hefur aukið ríkisútgjöldin verulega svo dæmi séu tekin. Sjálfstæðisflokkurinn átti þess kost að mynda ríkisstjórn til hægri en hann kaus að mynda ríkisstjórn til vinstri.

Jón Magnússon, 16.7.2008 kl. 14:49

2 identicon

Ég held að Geir hafi att mjög erfitt með að mynda ríkisstjórn með Framsókn eftir yfirlýsingar Bjarna Harðar um óska vinstri stjórnina sína og með Árna Johnsen innanborðs í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað hefði átt að kanna samstarf með ykkur gömlu félögunum í Sjálfstæðisflokknum,þó þið tilheyrið núna (vonandi tímabundið) Frjálslyndaflokknum.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband