16.7.2008 | 17:19
Á AÐ DREPA FÓLK ?
Þegar maður var ungur hafði mikla trú á Bandaríkjunum,sem vöggu lýðræðis og allt gott kæmi þaðan. Maður leit upp til Bandaríkajanna og varði þeirra aðgerðir öllum stundum.Á seinni árum hefur maður betur gert sér grein fyrir að hugsunarháttur Bandaríkjanna er alveg furðulegur. Þeir segjast vilja berjast fyrir réttlæti og lýðrtæði um allan heim. Þeir gagnrýna okkur Íslendinga fyrir hvalveiðar en veiða sjálfir mikið af hval.
Þeir gagnrýna þjóðir fyrir að setja stjórnarandstæðinga í fangelsi en eru svo uppvísir að hrottalegum pyntingum á þeim sem þeir fangelsa fyrir andstöðu við Bandaríkin.
Að Banadaríkjamenn í mörgum fylkjum skuli enn hafa dauðarefsingu í gildi er með ólíkindum. Auðvitað á engin þjóð að hafa dauðadóm í sínum lögum. Það hefur engin leyfi til að dæma fólk til dauða. Það hafa komið fyrir mistök og saklaust fólk hefur verið tekið af lífi.Samt halda mörg ríki Bandaríkjanna í þetta.
Satt best að segja hafa Bandaríkin valdið mér vonbrigðum og örugglega mörgum feirum.
Deilt um aftökur í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má nú líka segja að "hugsunarháttur" Íslendinga sé furðulegu að styðja strýð, herlaus þjóðin. Mér datt þetta bara svona í hug, að því að þú fullyrðir að öll bandaríska þjóðin styðji eitt og annað! Ef ég man rétt þá voru það tveir aðilar sem settu mína þjóð á lista viljugra á sínum tíma!!! Og báðir fundu þeir sér stóla til að setjast á þegar þeirra"viljugustólar" voru orðnir of heitir!!!! Og ekki minnist ég þess að heyrst hafi eitt einasta ORÐ frá íslenskuþjóðinni um þessar stólaráðstafanir. þó er annar þeirra að fépynta þjóðina þvílíkt að annað eins fyrirfinnst ekki í heiminum með háum stýrivöxtum!
tatum, 16.7.2008 kl. 17:37
Þegar þú varst ungur (um sama leyti og ég var ungur) var áróður og veruleikahönnun afar einhliða og presenteruð mjög fölsk hollywoodglansmynd af Bandaríkjunum. Öll gagnrýni á þessa glansmynd var barin niður með hugsunarstoppurum á borð við að menn væru með kommaáróður, bandaríkjahatur og svo framvegis. En seinna hefur veruleikahönnun almennings orðið fjölbreyttari og þessar gömlu hollywoodmýtur hafa þar af leiðandi hrunið. Eins og Sókrates sagði þá þurfa menn sífellt að vera gagnrýnir og finni þeir út að þeir hafi verið lognir fullir þá þurfi þeir ekki aðeins að taka lygarana til endurskoðunar heldur líka sjálfa sig fyrir að hafa verið svo móttækilega fyrir lygunum. Og það er mörgum afar erfitt.
Bandaríkjamenn eru heimsins mestu snillingar en líka verstu rugludallarnir. Og allt þar á milli. Ég hef lært geysilega mikið af þeim og þeir hafa skapað mína heimssýn og greint eigið kerfi en að sjálfsögðu hef ég það ekki frá massafjölmiðlum og keyptum pólitíkusum þar.
Raunverulegt lýðræði byggist öðru fremur á góðri almennri menntun og virkum skoðanaskiptum - sem skýrir hvers vegna ákveðin öfl í BNA og hér á landi hafa reynt að gera hugtakið "samræðustjórnmál" að einhvers konar skammaryrði, hugsunarstoppara. Og hvers vegna skólakerfið er orðið heiladrepandi með öllu og "í þágu atvinnulífsins", sem sagt framleiðir þæga neytendur og lántakendur. Samruni atvinnulífs og ríkisvalds kallast jú fasismi. Það hefur verið reynt að ná þessum samruna með því að láta ríkið taka yfir atvinnulífið en það gekk ekki allskostar upp þannig að núna er þróun í gangi sem miðar að því að atvinnulífið taki yfir ríkið. Hvort tveggja leiðir sjálfsagt til svipaðrar og ólýðræðislegrar niðurstöðu. Nú þarf að hafa í huga í þessu sambandi að ég á við þróun, tiltölulega langa bylgju sem nær yfir amk. áratugi. Hins vegar er hraði þessar fasismavæðingar greinilega að aukast verulega í seinni tíð bæði erlendis og hér. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 16.7.2008 kl. 18:05
Sigurður Jónsson; Merkilegt nokk, þá er mín lífsskoðun varðandi BNA nokkuð lík því sem þú lýsir. Ég hataði alltaf kommúnisma meir en pestina og leit sífellt vestur til þeirra sem myndu bjarga heiminum frá kommúnismanum. Það tillit var slíkt að hvað sem BNA gerðu, það var réttlætt í huga mér sem baráttan við kommúnismann.
Svo gerist það að Sovéski kommúnisminn hrynur sem og í fylgilöndum þeirra, nema Kúbu. Asíukommúnisminn er/var öðruvísi.
Nú þegar valdajafnvægið hefur breyst eins og við þekkjum, BNA fá nánast alræðisvald vestan austurlanda-fjær, þá kemur í ljós að Bandaríkin breytast í skrímsli sem á örskömmum tíma verða á margan hátt verri en Sovét, og einnig hve svívirðilega þeir nota leppríki sitt Ísrael (með fulltingi, peninga og vopnaaðstoðar) til að vinna alverstu skítverk sín, þar til þeir sjálfir (BNA) tóku til hendinni í Afganistan (undir yfirskyni að þeir séu að vinna fyrir SÞ) og Írak án nokkurs stuðnings nema örfárra undirlægjuríkja sem lifa í von um umbun, helst fjárhagslega, á borð við Búlgaríu, Rúmeníu, Ísland, Danmörku (Spánn hljóp í burt) og örfárra annarra.
Dauðarefsingin í Bandaríkjunum er í réttu hlutfalli við sjálfsréttlætingu / sjálfumgleði þeirra varðandi pyntingar á "stríðsföngum".
Kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 16.7.2008 kl. 18:48
Þar sem dauðarefsing er við lýði hefur ríkisvaldið augljóslega úrskurðað sjálfu sér rétt til að drepa fólk. Hvaðan kom sá réttur? Ekki geta ég eða þú sem einstaklingar gripið til slíkra aðgerða. En samt á þessi réttur ríkisins að vera kominn frá okkur sem einstaklingum sem mynda ríkið. Við kjósum jú einhverja einstaklinga sem eiga að vera á okkar vegum og sem setja lög um heimildir ríkisins til ýmis konar valdbeitingar. Hvernig getum við framselt það sem við höfum ekki til að byrja með? Varð sá réttur kannski til hjá guði eða kannski í hafi? Ef þú vilt síðan mótmæla stjórnvaldinu þarftu að sækja um leyfi til þess - til stjórnvaldsins - sem á að vera á þínum vegum. Þversagnirnar blasa sem sagt við.
Baldur Fjölnisson, 16.7.2008 kl. 23:21
Veiða bandaríkjamenn hvali?
Heimildir?
Herra, 16.7.2008 kl. 23:58
http://www.youtube.com/watch?v=bUOanRJXCrM
Anna Frank (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 04:52
Herra; Þegar Bandaríkjamenn leggja túnfiskinet í Kyrrahafið, geta netalínurnar stundum náð allt að 50 kílómetrum að lengd. Mikið af höfrungum og minni hvölum festast í netunum og drukkna. Þegar svo netin eru dregin inn, er túnfiskurinn tekinn og verkaður en hvalnum er fleygt, því ekki má nýta hann, frekar en að veiða hann. Þetta er gert þannig að það er ekki auðvelt að koma með myndir/kvikmyndir handa þér. Heimildirnar eru oftast fiskveiðimennirnir sjálfir. Einnig er nokkuð um frumbyggja- hvalveiðar.
Nú er bara að fylgjast með fréttunum.
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 17.7.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.