HVAÐ SEGIR GAMLI SÓSIALISTINN ?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað gamli Alþýðubandalagsforinginn segir við ráðamenn í Kína. Mun Ólafur Ragnar láta í sér heyra og skamma Kínverja fyrir sín mannréttindabrot eða mun hann líta á ráðamenn í Kína sem samherja og hugsunabræður og skála við þá í Kampavíni. Það verður ekki síður spennandi að fylgjast með þessu heldur en keppnisgreinum á leikjunum sjálfum.
mbl.is Forseti Íslands til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við skulum rétt vona að forsetinn reyni að koma athugasemdum á framfæri. Hvað myndir þú gera nafni? Sé nú ekki Ólaf fyrir mér standa fyrir neinum opinberum mótmælaaðgerðum, t.d. að hlekkja sig við krana, eða súlur. Það er samt aldrei að vita. Stoppaði hann ekki fjölmiðlafrumvarpið?

Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2008 kl. 19:09

2 identicon

Ég hef nú ekki gefið mig út fyrir að vera helsta friðarpostula heimsins eins og forsetinn. Þess vegna held ég að ég sæti bara rólegur í stúkunni að horfa á íþróttirnar.Þegar það lá fyrir að Þorgerður Katrín ætlaði á leikana spurðu fjölmiðlarnir hana að því hvort það væri viðeigandi miðað við mannréttindabrot Kínverja. Ætli Ólafur Ragnar verði spurður að því sama.Helsti friðarpostuli heimsins hlýtur að láta til sín taka fyrst hann fær tækifæri til að skamma Kínverjana ?

Var þð gott hjá Ólafi Ragnari að stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Var hann kosinn til að taka völdin af Alþingi?

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 20:25

3 identicon

Ég er ekki sammála því að forsetinn eigi að taka fram fyrir hendurnar á meirihluta Alþingis. Ég held að við Íslendingar viljum ekki hafa forseta eins og í Bandaríkjunum.Ég hef aldrei verið sáttur að Ólafur Ragnar gæti verið forseti miðað við hvernig hann lét á sínum tíma útí ýmsa merka þjóðfélagsþegna. En meirihluti þjóðarinnar vildi hann og þannig virkar lyðræðið.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband