SLÆMT FYRIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN.

Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið verulega vanhugsað hjá Vilhjálmi ig Kjartani borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að þröngva flokknum í meirihlutasamstarf með Ólafi F. Magnússyni. Atburðir og framganga Ólafs borgarstjóra á síðustu vikum hafa sýnt það að þessi meirihluti getur ekki orðið Sjálfstæðisflokknum til framdráttar. það er ekki nóg með að Ólafur vilji halda í nítjándu aldar bygfgingar,hvernig sem þær eru,heldur vill hann stjórna í þeim tíðaranda.

Það hefur vakið furðu margra að ef fólk er borgarstjóra ekki sammála í einu eða öllu er það rekið.

Einstrengingsháttur borgarstjóra getur ekki verið til þess fallinn að það sé auðvelt að vinna með honum. Embætti borgarstjóra virðist stíga honum mjög til höfuðs.

Maður spyr sig hvernig verður Ólafur í samstarfi eftir að Hanna Birna tekur við sem borgarstjóri. Einhvern veginn sér maður það ekki ganga upp. Ég held að það eigi eftir að verða óskaplega erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að klára þetta kjörtímabil. Þessi asnaskapur Vilhjálms og Kjartans á eftir að verða Sjálfstæðismönnum í Reykjavík dýrkeyptur.Hefðu Sjálfstæðismenn leyft Tjarnarkvartettinum að vera í sínu meirihlutasamstarfi í friði hefði sigur Sjálfstæðismanna verið öruggur í næstu kosningum. Dagur og hans félagar gerðu nefnilega ekki neitt og komu sér ekki saman um nein málefni. Í stað þess að eiga sigurinn vísan næst eru nú miklar líkur á að Dagur vinni borgina næst. Þetta er slæmur endir á pólitískum ferli Vilhjálms að skilja flokkinn eftir í miklum sárum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband