ER, VAR OG VERÐUR.

Ólafur Ragnar verður settur inn í eembætti forseta Íslands í fjórða sinn í dag. Ég hef áður skrifað um það hversu furðulegt var að þjóðin skyldi kjósa stjórnmálaforingja lengst til vinstri yfir sig sem forseta.

Það hefur sínt sig oft á valdatíma hans að það var ekki heppilegt að velja pólitíkus eins og Ólaf Ragnar sem forseta. Það hefur oft komið í ljós á valdatíma hans sem forseta.

Það getur ekki gengið að forseti hafi slíkt vald að geta neitað að samþykkja lög sem meirihluti alþingismanna hefur samþykkt. Þar kemur einmitt í ljós hversu gallað það er að hafa fyrrverandi stjórnmálaleiðtoga sem forseta.

Sumir segja að Ólafur hafi þurft að stöðva fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma vegna þess að Davíð hafi viljað gera allt til að draga úr veldi Baugsmanna og margir Sjálfstæðismenn hafi einnig verið þessarar skoðunar.

En hvað með forsetann? Hann hefur veðrað sig upp við auðmenn landsins. Boðið þeim í veislur, spurning hvort það er ekki oft á tíðum á okkar kostnað. Hann hefur flogið með þeim í einkaþotum og verið með þeim í alls konar uppákomum á erlendri grund.

Má ekki alveg eins álykta að hann hafi verið að þjóna þessum vinum sínum með því að neita að skrifa undir lögin.Mér finnst alveg ótrúlegt hversu fáir sjá hlutina í þessu ljósi.

Vonandi verður það kjörtímabil sem nú er að hefjast gott og vonandi gætir forsetinn þess að vera hlutlaus í sínu starfi og að fara eftir vilji lýræðiskjörins meirihluta á Alþingi. Ég óttast samt að svo verði ekki, Ólafur Ragnar er pólitískur í sínum störfum,var og verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband