FLOTT FRAMTAK Í GARÐINUM.

Á síðasta kjörtímabili komu upp hugmyndir um byggingu safnaðarheimilis við Útskálakirkju. Einnig komu fram hugmyndir um byggingu ráðstefnuhótels,sem myndi tengjast þessari byggingu. Þáverandi meirihluti F-listans tók mjög vel í þessa hugmynd. Jón Hjálmarsson,formaður sóknarnefndar hefur haft forystu um uppbyggingu á gamla Útskálahúsinu.Ég fór ogf skoðaði húsið og er það orðið einstaklega fallegt og mun vel þjóna því hlutverki að geyma sögu kirkjunnar í sókninni og landinu öllu.

Jónas Frans hefur verið mikill áhugamaður að byggja upp hótel á þessum stað í Garðinum. Það er mikið fagnaðarefni að sjá að framkvæmdir eru nú hafnar. Sveitarfélagið Garður hlýtur að gera allt sem það mögulega getur til að þessar framkvæmdir geti sem fyrst orðið að veruleika.

Væntanleg aðstaða á eftir að breyta miklu fyrir samfélagið í Garðinum og reyndar á Suðurnesjum öllum. Þeir eiga mikinn heiður skilinn þeir Jón og Jónas að hafa haft trú á verkefninu og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband