HVAÐA VIT VÆRI Í ÞVÍ ?

Alveg er furðulegt hvernig Umhverfisráðherra hefur unnið í þessum málum gjörsamlega á móti miklum meirihluta heimamanna fyrir norðan. Stjórnmálamenn tala gjarnan á góðum stundum um nauðsyn þess að efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Það veitir nú ekki af á þessum síðustu og verstu tímum að efla atvinnulífið á Íslandi. Bygging álvers við Húsavík væri stór þáttur í því.

Eins og við mátti búast heyrast nú raddir um að sömu vinnubrögð skuli viðhöfð gagnvart Helguvík varðandi heilstætt umhverfismat.

Það liggur fyrir að allar líkur eru á því að úrskurður umhverfisráðherra tefji framkvæmdir á norðurlandi. Nú vilja sem sagt aðilar samkvæmt fréttinni hér að stuðlað verði að því að tefja einnig framkvæmdir í Helguvík.Er ekki allt í lagi?

Allt þetta tal um tafir getur hreinlega orðið til þess að fæla erlenda fjárfesta og fyrirtæki frá því að byggja hér upp verksmiðjur.

Miðað við ástandið núna er lífsspursmál fyrir þjóðina að það takist að efla atvinnulífið og að erlent fjármagn fáist til uppbyggingar.


mbl.is Gæti tafið álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband