NÝTT MUNSTUR Í RÍKISSTJÓRN ?

Það er merkilegt að Samfylkingin skuli hafa hafnað því að R-lista samstarvverði tekið upp. Þetta er fólkið sem talar um að stjórnmálin eigi ekki að snúast um klæki og valdabaráttu. Málefnin eigi að ráða. Það skyldu þó aldrei vera skoðanakannanir sem rugla Dag í ríminu. Staða Samfylkingar er tímabundið sterk og það blindar hann. Þá er ekki einu sinni látið reyna á málefnin. Svo talar hann og talar og talar ennþá meira um hvers konar vinnubrögð Sjálfstæðismenn stunda.
Mér fannst það gott hjá Guðna Framsóknarformanni að eiga sinn þátt í að nýr meirihluti tók við í Reykjavík. Málefnalega eiga Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samleið í mörgum málum. Þetta endurnýjaða samstarf á örugglega eftir að skila Reykvíkingum miklum árangri.

Mér finnst mikil spurning í framhaldi af þessu hvort Sjálfstæðismenn eigi ekki að endurskoða samstarfið við Samfylkinguna í ríkisstjórn.Hvernig Ingibjörg leyfði sér að tala um Sjálfstæðismenn í Reykjavík er á engan hátt óásættanlegt. Vinnubrögð Umhverfisrfáðherra gagnvart Norðlendingum eru óþolandi.Fleiri dæmi væri hægt að nefna.

Ég held að það myndi mun meira gerast í atvinnuuppbyggingu ef samstarfsflokkurinn væri Framsókn. Til að styrkja stjórnarsamstarfið væri rétt að fá Frjálslyndaflokkinn með. Svona stjórnarsamstarf yrði mun heppilegra til að vinna sig útúr vandanum heldur en að starfa með Samfylkingunni.


mbl.is Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband