BJÖRN BJARGAR

Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,hefur nú snúið við ákvörðun Útlendingastofnunar varðandi mál Keníamannsins Paul Ramses. Hann fær að koma til landsins,þannig að fjölskyldan getur verið saman á ný.

Nú hljóta þeir sem mótmæltu harðast fyrir utan Dómsmálaráðuneytið þegar Ramses var sendur úr landi að taka sér á ný stöðu þar og þakka Birni fyrir hversu vel hann vann að lausn í þessu máli. Þetta fólk hlýtur að vilja láta þakklæti sitt í ljós þannig að öll þjóðin geti séð það. Það bíða örugglega margir spenntir að sjá spjöld eins og: Þakka þér Björn, Flott hjá þér Björn, Björn þú sýndir mikla sanngirni o.s.frv. Þetta verður flott fréttaefni fyrir fjölmiðlamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég verð nú að segja að viðbrögð fólks á blogginu voru mjög jákvæð gagnvart Birni.

Á heimasíðu Björns má sjá ýmis ummæli varðandi málið, er beindust að Birni persónulega, t.d. frá Jónasi Kristjánssyni og Þránni Bertelssyni. Þessi ummæli, eða öllum heldur níð og rógur, eru báðum þessum mönnum til háborinnar skammar og minnkunar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.8.2008 kl. 13:08

2 identicon

Leynist einhver beiskja með sveitarstjóranum? Það ber semsagt að þakka sérstaklega þeim sem gjöra rétt? Ættu ekki þeir sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum að fara eftir kjörorði flokksins: „Gjör rétt, þol ei órétt“? Og þegar þeir gjöra svo ætti það auðvitað að vera hversdagslegur viðburður, og ekki sérstaklega þakkarverður, en kannski er það svo sjaldgæft að orð postulans ættu ef til vill betur við: „Það góða sem ég vil gjöri ég ekki...“?

Tobbi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband