RAUÐU PILLURNARVIRKA EKKI.

Eftir að hafa horft á stórkostlegan sigur Íslendinga á Spánverjum í gær fór ég í Kringluna. Þar var Dagur B.Eggertsson og hans fólk að útbýta samningsdrögum sem fólk átti að gera við sig ásamt rauðum pillum. Kjósendur áttu að lofa sjálfum sér að styðja Samfylkinguna í næstu kosningum og væntanlega að nota rauðu pilluna til að það gengi betur eftir, Sem sagt Samfylkingin hefur ekki trú á öðru en það þurfi pillu til svo menn kjósi þann flokk.

Annars finnst mér þetta skemmtilegt uppátæki hjá Degi og hans fólki og mun nær að gera eitthvað svona heldur en standa fyrir fíflalegum mótmælum.

Fyrir einar sveitarstjórnarkosningar í Verstmannaeyjum notuð ungir Sjálfstæðismenn nokkuð sérstaka athygli til að vekja athygli á málunum.Vinstri menn höfðu á þessum tíma haft meirihluta í Eyjum í langan tíma. Ungu Sjálfstæðismenn í Eyjum sendu öllum nýjum kjósendum lítið sápustykki og miða með sem á stóð: "Þvoið af ykkur vinstri villuna". Hvort þetta hafði sitt að segja í stórsigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum skal ósagt látið,en allavega vakti þetta athygli.

Ég hef ekki trú á því að nýi meirihlutinn í Reykjavík þurfi  ekki að gefa fólki bláar eða grænar pillur til að fá  það til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Það mun örugglega sýna sig á næstun mánuðum að Hanna Birna og hennar lið mun með verkum sýnum og framkomu ávinna sér traust til að stýra borginni áfram.

Dagur og hans fólk getur þá haldið áfram að bryðja sínar rauðu pillur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband