MÖRG ÓVÆNT ÚRSLIT.

Það má segja að helgin hafi verið spennandi hvað nfótboltann varðar. Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós.Í dag var t.d. hægt að fagna því að Tottenham landaði sínu fyrsta stigi á leiktíðinni. Leikurinn við Chelsea var hin besta skemmtun,þó deila megi um hvort úrslitin hafi verið sanngjörn.Nú held ég að Tottenham sé komið í gang.

Flott hjá Fjölni að komast í úrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Fylki í hörkuleik,

Það stefnir í að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði á milli Keflavíkur og FH. Keflaví vann ansi sannfærandi sigur á Grindavík og eru til alls líklegir.

Það srefnir einnig í spennandi fallbaráttu eftir úrslitin í kvöld. Möguleikar HK aukast verulega eftri stóran sigur á Þrótturum og Akurenesingar geta hugsanlega náð að bjarga sér eftir að hafa unnið Val. Fylkir og Þróttur eru engan vegin örugg,þannig að það verða aldeilis spennandi lokaumferðirnar.

Ömurlegt var að heyra af framkomu stjórnarmanna Fylkis við Leif þjálfara. Hann er látinn mæta á blaðamannafund til að ræða um undanúrslitalreikinn við Fjölni. Nokkru síðar er svo hringt í hann og honum sagt að taka pokann sinn. Þetta er auðvitað engin framkoma gagnvart Leifi. Ekkert við því að segja þó honum sé sagt upp,en ekki á þennan hátt. Það var lélegt.

Ég fylgdist með Barcelona tapa í kvöld fyrir nýliðunum í deildinni. Vonandi að þessi slæma byrjub gefi Eiði aukna möguleika að spila með liðinu.

Annars virðist vera heldur daprir dagar hjá okkar mönnum þessa dagana, bæði Eiður og Hermann verma varamannabekkina.Þeir fá tækifæri til að sanna sig með íslenska landsliðinu á næstu dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 828333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband