1.9.2008 | 12:56
ÍSKALDUR ÍBÚÐAMARKAÐUR GENGUR EKKI.
Það gengur hreinlega ekki að fasteignasölur séu nánast hættar. Það getur ekki gengið að fólk hvorki geti losnað við sínar íbúðir eða útilokað sé fyrir venjulegt fólk að kaupa. Og enn og aftur hvers vegna í óskupunum notar viðskiptaráðherra nú ekki tækifærið og afnemur stimpilgjöldin að fullu. Það myndi kannski hleypa smá lífi í markaðinn.
Mikið skelfing er nú gott að bönkunum tóks ekki að drepa Íbúðalánasjóð. Hvar værum við nú stödd ef það hefði tekist? Það gekk ekki lítið á fyrir bönkunum þegar þeir réðust inná fasteignamarkaðinn og buðu gull og græna skóga til að fólk gæti keypt. Ekkert vandamál að fá 100 % lán. Nú er öldin önnur.
Íbúalánasjóður hefur verið að gera ágætis hluti að undanförnu, en hlýtur að þurfa að taka til athugunar að hækka lánsfjárhæðír sína til að markaðurinn taki eitthvað við sér. Einnig geta Lífeyrissjóðirnar eitthvað komið inní málin.
Það getur ekki verið gott að venjulegt fólk eigi enga möguleika lengur á að kaupa sér húsnæði.
Velta á íbúðamarkaði dregst saman um 70% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjálpar ekki til að það er búið að sprengja íbúðarverðið á höfuðborgarsvæðinu upp úr öllu valdi.
Sturla (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:33
Sæll
Ég bara varð að fá að skrifa athugasemd við þessa færslu þína. Afhverju heldurðu að stimpilgjaldið sé það sem er að drepa fasteignamarkaðinn? Ég er í þeirri stöðu að vera að skoða fyrstu íbúðakaup og þarf þess vegna ekki að borga stimpilgjald, það sem stendur í mér er verðtrygging íbúðalána. Ég treysti mér ekki út á lánamarkaðin útaf þessari verðtryggingu og óvissunni sem fylgir henni. Möguleg hækkun lána hefur heldur ekki hvetjandi áhrif á mig þar sem ég veit að afborganirnar verða bara hærri og þegar verðbólgan bætist ofaná geta þær orðið of þungar.
Ég tel mig vera venjulega manneskju og sem slík hef enga möguleika á að stjórna verðbólgunni en þarf samt að taka á mig alla verðbólgu áhættuna. Í augnablikinu er það bara of stór biti að kyngja svo ég er líklega á leið í leiguhúsnæði ef það finnst einhverstaðar.
Anna
Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:46
Já verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er alveg skrautlegt og jafnvel víðar á landinu.
Mikið rétt að stimpilgjöldin ráða ekki úrslitum,en það myndi sýna smá vilja hjá ríkisstjórninni til að lífga markaðinn við.Verðtrygging og okurvextir lána eru að drepa allt hér á landi.
Svo er eittvaraðndi húsnæðismálin. Ég held að ríkisstjórnin verði að beita sér fyrir því að á markaðnum verði í auknum mæli kaupleiguíbúðir þ.e. að fólk geti tryggt sér leiguhúsnæði til langs tíma. Það fyrirkomulag getur hentað mörgum.
Sigurður Jónsson, 1.9.2008 kl. 15:20
Ja hérna, ef mér er ekki farið að skjátlast því meir var það eindreginn vilji Sjálfstæðismanna að leggja niður Íbúðalánasjóð en tókst ekki vegna andstöðu Framsóknar, því finnst mér skondið nú þegar barningsmenn fyrir útrýmingu sjóðsins þakka núna sínum sækla fyrir að þeirra hugsjónir skyldu ekki ná fram.
Kv.
Magnús
Magnús Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.