NÚ KLIKKAÐI OPRAH

Einstöku sinnum hef ég sest niður og horft á spjallþætti Oprah. Þetta eru oft á tíðum ansi skemmtilegir þættir,þar sem hin ótrúlegustu mál eru tekin fyrir. Auðvitað vekur það athygli ap Söru Palin varaforseta efnbi Rebúblikanna skuli ekki boðið í þátt Oprah. Það hlýtur að sæta tíðindum að hugsanlega getur 5 barna móðir orðið varaforseti Bandaríkjanna. Það hlýtur að sæta tíðindum ef svo færi að Palin yrði fyrst kvenna til að verða varaforseti.

Oprah er svo mikill stuðningsmaður Obama að hún hefur lýst því yfir að það væri mjög áhugavert að ræða við Palin en bara eftir kosningar.

Rétt er að leiða aðeins hugann að þessum málum. Svona þættir hafa örugglega ótrúlega mikið að segja og forvitnilegt að velta í þessu sambandi okkar litla samfélagi á Íslandi fyrir sér. Maður tekur t.d. eftir því í Silfri Egils hvað það eru aftur og aftur sömu stjórnmálamennirnir sem koma þar fram í spjallinu.

Auðvitað hjálpar þetta stjórnmálamönnum mikið. Þeir fá tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri á meðan aðrir sjást ekki. Það myndu örugglega fáir Íslendingar geta talið upp nöfn hinna 63 alþingismanna.

Fjölmiðlar geta einnig haft ótrúlega mikil áhrif með því hvernig mál eru sett framn eða kynnt.Verulegur hluti lesenda les t.d. fyrirsagnir og myndar sér skoðanir eftir þeim.

Í gamla daga voru blöðin að mestu leyti gefin út af flokkunum og fóru ekkert leynt með það. Nú haldsa allir fjölmiðlar því fram að þeir séu frjálsir og óháðir. Fólk verður því að geta treyst því að svo sé. En er það raunin?  


mbl.is Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég er ekki sammál þér að hún hafi klikkað. Hún gaf það út að hún ætlaði sér ekki að fá í þáttinn til sín neinn frambjóðanda. Mér finnst það vera ábyrg afstaða þrátt fyrir að hún sé á bandi Obama. Að kosningum loknum er Palin síðan velkomin. Besta mál.

Aðalsteinn Baldursson, 8.9.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Í fyrirsögn segir þú að Oprah hafi klikkað, en hvergi í bloggfærslunni er nokkur rökstuðningur fyrir því.  Klikkaði hún á jafnræðisreglu ?  Missir hún vinslældir ?

Alveg sammála Aðalsteini. 

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 8.9.2008 kl. 21:50

3 identicon

Þetta er snarrugluð manneskja, hún á ímyndaðan vin í geymnum, er á móti fóstureyðingum, finnst í lagi að fara á samkomur og tala tungum, finnst sjálfsagt að konur sem hafa orðið óléttar vegna nauðgunar, ali börnin frekar en að fara í fóstureyðingu og fíflið heldur að jörðin sé 6000 ára gömul. Ég trúi því ekki að nokkur heilbrigður einstaklingur vilji svona manneskju fyrir varaforseta Bandaríkjanna, hvað ef McCane hrekkur upp af? Uss

Valsól (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki er ég nú viss um það að allir væru ánægðir ef Egill Helgason íSilfrinu lýsti opinberlega yfir stuðningi við einn frambjóðanda og hampaði honum,en passaði svo uppá að bjóða alls ekki mótframbjóðenda fyrr en eftir kosningar.

Bandaríkjamenn eru margir ótrúlega þröngsýnir. Ég var ekki að lýsa neinni aðdáun á Palin. En er ekki Oprah dálítið þröngsýn líka? 

Sigurður Jónsson, 8.9.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Svo framarlega sem hann býður hvorki þeim kjósendum sem hann hampar né andstæðingum þeirra þá er það í lagi.

Það að Oprah skuli lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðandann er málinu óskylt. Hennar afstaða að bjóða ekki frambjóðendum til sín finnst mér ábyrg.

Aðalsteinn Baldursson, 8.9.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 828352

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband