HVAR ER TILBOÐIÐ BJÖRGVIN ?

Í silfri Egils á sunnudaginn kom var kjaradeila ljósmæðra tekin til umræðu. Í þættinum sagði Björgvin viðskiptaráðherra að á borðinu lægi mjög myndarlegt tilboð frá ríkisstjórninni til ljósmæðra sem yrði til þess að leysa deiluna.

Samkvæmt fréttinni hér og það sem formaður kjaranefndar ljósmæðra segir virðist sem lítil innistæða hafi verið fyrir þessum orðum viðskiptaráðherra.

Þetta er reyndar ekki eina tilfellið þar sem viðskiptaráðherra talar fjálglega með fögrum yfirlýsingum án þess að innistæða sé fyrir orðunum.

Samfylkingin getur varla endalaust aukið fylgið sitt vegna innantómra yfirlýsinga. 

Annars er það mjög merkilegt við þessa deilu að allir virðast vera fylgjandi því að ljósmæður fái verulega leiðréttingu launa sinna. Það er allir sammála nema ríkisstjórnin, en í umboði hverra starfar hún? 

 


mbl.is Búast við verkfalli að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Við hjónin erum sett á morgun og ljósmóðirin sem skoðaði frúna í morgun sagði að Fjármálaráðuneytið sé að undirbúa að kæra verkfallið sem ólöglegt.

Hvað er að Sjálfstæðismönnum?

Stétt með stétt????????

Gestur Guðjónsson, 9.9.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég trúi ekki að Árni Matt og félagar láti sér detta það í hug. Samfylkingarráðherrarnir keppast við að lýsa yfir stuðningi við ljósmæður. Það verður dýrkeypt fyrir mína menn ef þessu máli verður klúðrað.

Sigurður Jónsson, 9.9.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband