FÁRÁNLEG SKATTHEIMTA.

Góð heilsa er gulli betri er nú oft sagt. Fólk er hvatt til að láta fylgjast með heilsufari sínu,því oft er sagt að forvarnir séu besta vörnin gegn sjúkdómum.

Okkur hjónunum datt því í hug um daginn að panta tíma hjá Hjartavernd og fara þar í skoðun. Það gekk eftir og var hið besta mál. Rannsóknin kostar 14.900 kr. á mann. Bent var á að hægt væri að sækja um styrk hjá viðkomandi stéttarfélagi. Það gerðum við.

Stéttarfélög hafa það í reglum sínum að styrkja rannsókn hjá Hjartavernd. Virkilega til fyrirmyndar hjá stéttarfélögum. Það semég rak augun í þegar uppgjör kom að skattur uppá 35,72% er tekin af upphæðinni 14.900.

Þessi styrkur er semsagt skattlagður uppá kr. 5.322 . Hvers konar rugl er nú þetta. Er þetta nú ekki einum of langt gengið í skattheimtu. Ég hef greitt skatta af þeim tekjum sé þurfti að greiða til Hjartaverndar. Tekjur Hjartaverndsar vegna rannsóknarinnar eru líka skattlagðar.

Hvers vegna í óskupunum þar skatturinn að taka margfalt af fólki þótt það fari í skoðun hjá Hjartavernd. Einum of langt gengið í skattheimtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Það er svosem ekki ofsögum sagt af því hvernig ríkissjóður passar sig á því að næla örugglega í peninga almennra launþega. Ef launþegi t.d. notar bíl sinn í þágu vinnuveitanda þá greiðir hann skatt af þessum endurgreidda kostnaði en ef launþeginn lætur fyrirtækið kaupa einkaþotu eða þyrlu þá er reksturinn á fyrirtækinu. Skatturinn hefur ýmsar leiðir til að ná af okkur peningum. Þar sem einn og sami stjórnmálaflokkurinn hefur farið með þennan málaflokk í áratugi þá ættu að vera hæg heimatökin til að laga þetta kerfi aðeins og gera það mannvænna.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 10.9.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jónas. Hefur þú nú smitast af Samfylkingarveikinni þ.e. að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer. Framsóknarflokkurinn var nú í ríkisstjórninni nokkuð lengi.

Reyndar er mér alveg sama hver ber ábyrgð á þessu. Þetta er óréttlátt og jafn sanngjarnir menn og Sjálfstæðismenn eru upp til hópa ættu að sjá sóma sinn í að laga svona vitleysu.

Sigurður Jónsson, 10.9.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband