12.9.2008 | 12:57
VILL SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN MINNKA MEIRA ?
Ég eins og margir aðrir Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur á stöðu okkar flokks. Ég skil ekki vinnubrögð okkar ágætu manna í sumum málu. Síðasta skoðanakönnu hefði nú átt að vera ágætis viðvörun til þeirra. Samkvæmt þeirri könnun væri Sjálfstæðisflokkurinn vel innan við 30% flgi í kosningum.
Miðað við nýjastav útspil Árna fjármálaráðherra í deilunni við ljósmæður held ég að hann auki ekki fylgi flokksins. Hvernig er það eiginlega,tala ráðherrarnir ekkert saman í ríkisstjórninni? Ingibjörg Sólrún segir þetta útspil Árna ekki heppilegt.Hvernig dettur honum í hug að fara í dómsmál vegna uppsagna. Hvað vinnst eiginlega með því? Aukin harka í málin. Er það rétta leiðin til að ná lausn?
Ég tala örugglega fyrir munn margra Sjálstæðismanna þegar ég segi. Hættið þessari vitleysu.Þið eruð með stjórnarsáttmála sem segir að leiðrétta eigi kjör kvennastétta. Ég held nú að ljósmæður hljóti að vera dæmigerðasta kvennastétt landsins. Nú berast þær fréttir að konur sé enn að dragast aftur úr körlunum.
Maður skilur ekki þessa þvermóðsku í kjaradeilunni,þegar hægt er að vitna í stjórnarsáttmálann.
Ég mótmæli því harðlega sem Sjálfstæðismaður að það skuli vera keppikefli sumra forystumanna flokksins að gera allt sem í þeirra valdi til að flokkurinn minnki.
Það er ekki vilji okkar óbreyttu Sjálfstæðismanna.
Gæti leitt til stigmögnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ótrúlega galinn gjörningur í viðkvæmri stöðu. Þið verðið að fara að taka í skottið á dýralækninum...hann er ekki að virka rétt.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2008 kl. 13:06
Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn - ef þetta verður að veruleika hjá Árna þá mun ég ekki kjósa hann aftur.
Anna K (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:09
Tek heilshugar undir þetta með pislahöfundi
Ég held nú að ljósmæður hljóti að vera dæmigerðasta kvennastétt landsins. Nú berast þær fréttir að konur sé enn að dragast aftur úr körlunum.
Maður skilur ekki þessa þvermóðsku í kjaradeilunni,þegar hægt er að vitna í stjórnarsáttmálann.
Ég mótmæli því harðlega sem Sjálfstæðismaður að það skuli vera keppikefli sumra forystumanna flokksins að gera allt sem í þeirra valdi til að flokkurinn minnki.
Það er ekki vilji okkar óbreyttu Sjálfstæðismanna.
gangi okkur vel
Jón Snæbjörnsson, 12.9.2008 kl. 13:14
Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, en nú er að verða fátt um fína drætti. Samfylking ekki kjósandi með Sollu við stjórnvölinn. Og umhverfisráðherrann, jeminn eini. Þá er það Framsókn og Guðni. Nei andskotinn.......... Eða Magnús Þór, sem er eins langt frá öllu frjálslyndi og komist verður og ekkert fæst þaðan nema útlendingahatur af verstu sort. Svei þeim öllum. Og svei Árna Matt líka, óalandi og óferjandi. Hvar næst í heilindi hjá þessum flokkum? Sorrý, hvergi. Þeir eru allir eins. Það er ekki einu sinni hægt að kjósa lengur. Allt er fánýti. Eftirsókn eftir vindi, eins og prédikarinn sagði.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:42
Já og svo VG líka. Þeir eru mér svo fjarlægir að ég gleymdi hreinlega að nefna þá. Þeir eru ekki frekar kjósandi en hinir. Skattahækkanir, engar virkjanir, sem minnst af framkvæmdum, því að þær eyðileggja náttúruna... bla, bla, bla... Úlfur í sauðargæru, rauður undir grænfána. Nei takk.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:49
Árni vandi mig af Sjálfstæðisflokknum, var bundinn en er nú laus. Ef einhver þar á bæ togar ekki í fallhlífina bráðum þá enda þeir fyrir neðan Framsókn.
Björn Jónasson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:15
Mikið skil ég áhyggjur þínar vel.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.9.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.