DAVÍÐ GÓÐUR EN ER SEÐLABANKINN RÉTTI STAÐURINN ?

Davíð Oddsson er örugglega í hópi þeirra mikilhæfustu stjórnmálaforingja sem þjóðin hefur átt. Mér fannst hann bera höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn þegar hann var þátttakandi og á það bæði við þegar hann var borgarstjóri og svo forsætisráðherra.

Þegar hann hætti þátttöku í stjórnmálum var ég í þeim hópi sem hafði efasemdir um að Davíð hefði átt að setjast í stól Seðlabankastjóra.Hann hafði verið svo áberandi i íslenskum stjórnmálum að hann myndi aldrei njóta sannmælis í embætti eins og Seðlabankastjóri þarf að njóta.

Það var svo áberandi í viðræðuþættinum á Stöð 2 nú á dögunum að Davíð talaði sem stjórnmálamaður. Maður sá gömlu taktana. Hann var ekkert að skafa af hlutunum og sendir föst skot á þá sem hafa haft uppi gagnrýni á stjórn peningamála Seðlabankans.Auðvitað geta margir verið því sammála að allt tal um upptöku Evrunnar núna og aðild að Efnahagsbandalaginu lagar ekki stöðuna eins og hún er í dag. En auðvitað þarf að horfa til framtíðar.

Það var reyndar virkilega gaman að heyra í Davíð og maður fann hversu mikill leiðtogi hann var. Það hafa örugglega margir Sjálfstæðismenn fundið fyrir söknuðartilfinningu að þessi glæsilegi foringi skuli vera hættur í pólitíkinni. Hitt er svo annað mál hvort þessi ræða passaði fyrir Seðlabankastjóra.

Eftir alla umræðuna efast maður um að það sé skynsamlegt að fyrrverandi stjórnmálaleiðtogar setjist í stól Seðlabankastjóra. Er ekki nær að þar séu aðeins fræðingar á sviði peningamála. Svo er auðvitað stór spurning hvort það var rétt að leggja niður Þjóðhagsstofnun. Á tímum eins og núna þurfa stjórnvöld örugglega á mikilli hlutlausri ráðgjöf að halda.

Ég hefði viljað sjá Davíð Odsson í sama hlutverki og kollegi hans Þorsteinn Pálsson er í. Davíð væri örugglega frábær ritstjóri.Það væri gaman að lesa meitlaða leiðara eftir hann að maður tali nú ekki um Reykjavíkurbréf og Staksteina.Hann hefði notið sín vel í þannig hlutverki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband