JÁKVÆTT EÐA NEIKVÆTT.

Hörmungar eru hreint ótrúlegar víða um veröldina.Sumar hörmungar má rekja til náttúruhamfara og enn aðrar hörmungar fólks til stríðsástands.Samkvæmt fréttum er ástandið hreint ótrúlegt víða og samt gerir sér maður örugglega alls engan veginn grein fyrir hversu alvarlegt ásatndið er miðað við  að sjá eingöngu fréttamyndir.

Slæmt og versnandi ástand hjá okkur í efnahagsmálunum er nú léttvægt miðað við hörmungar fólks um víða veröld.

Auðvitað er eðlilegt að við viljum rétta hjálparhönd og gera okkar til að örfáir einstaklingar eigi möguleika á að skapa sér betra líf. Auðvitað fylgja vandamál að taka á móti flóttafólki,en samt sem áður hefur það sýnt sig að allur undirbúningur hér hefur verið góður og almenna reglan er að vel hefur tekist til.

Að sjálfsögðu þolir okkar litla samfélag ekki að taka á móti mörgum,en ég held að þess sé gætt.

Svo er annað og meira vandamál móttaka svokallaðra hælisleitenda. Nú sýnir reynslan að ákveðnir aðilar reyna að villa á sér heimildir til að komast inní landið.Það er því eðlilegt að eftirlit sé mjög hert gagnvart þessum hópi fólks.Erlendir aðilar sem eru að reyna að koma sér inní landið á fölskum forsendum eru ekki velkomnir.

Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting með tilkomu mikils fjölda erlendra aðila sem stunda hér vinnu tímabundið. Auðvitað fylgja vandamál að fá fólk með ólíka siði og menningu inní landið. Hinum megum við samt ekki gleyma að uppbygging hér á síðustu misserum hefði ekki orðið nema með vinnuframlagi þessa fólks.


mbl.is BBC fjallar um flóttamenn á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að morgunnblaðið hendi bloggsíðunni þinni ekki út, fyrir að hafa skoðun á þessum málefnum.

Morgunblaðið hennti minni síðu út eftir einungis 3 klukkutíma fyrir að hafa skoðun á þessari frétt.

http://islenskitjodarflokkurinn.blog.is/blog_closed.html

Það er hrein og klár misunun og skoðanakúgun, vegna stjórnmálaskoðanna.

Meirihluti þjóðarinnar fær ekki að tjá skoðannir sínar hér á MBL.

Bestu kveðjur

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir.

siggadis71@hotmail.com

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband