ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ

Gaman er að lesa hneykslunartón Vinstri grænna vegna hækkunar OR.Merkilegt að þessi harðorða ályktun um hækkun komi frá VG miðað við fyrri tíma. Ekki man maður nú neitt sérstaklega eftir því að VG hafi verið á móti gjladskrárhækkunum og skattahækkunum þau 12 ár sem flokkurinn sat í meirihluta R-listans í Reykjavík.

VG hefur hingað til ekki gefið sig út fyrir að vera flokkur þeirra sem vilja lága skatta heldur þvert á móti.Ef hér er um stefnubreytingu að ræða hjá VG er það fagnaðarefni.

Hitt er svo annað mál að hækkun OR nær engri átt. þessi hækkun er langt umfram launahækkanir á almenna markaðnum og getur vart verið gott útspil varðandi fyrirhugaða kjarasamninga eða góður þáttur í baráttunni við verðbólguna.

Eigi að vera meining stjórnvalda að það sé nauðsynlegt að ná niður verðbólgunni verða opinberir aðilar að stilla sínum hækkunum í hóf.


mbl.is VG fordæmir gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828339

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband