EYKUR ÞETTA VIRÐINGUNA ?

Það hefur að undanförnu mikið verið talað um virðingarleysið í þjóðfélaginu fyrir lögreglunni. Það kemur æ oftar fyrir að menn neita að virða skipanir lögreglunnar og hópar ráðast að henni með ofbeldisaðgerðum. Lögreglan sjálf og lögregluyfirvöld hafa harmað þet5ta ástand og sagt að það gengi ekki. Það yrði að vinna í því að auka virðingu fyrir löggæslunni.

Nú spyr maður. Er sandkassaleikur innan lögreglunnar líklegur til að auka virðinguna? Er klúður Dómsmálaráðherra gagnvart yfirmönnum lögreglunnar á Suðurnesjum líklegt til að auka virðingu fyrir lögreglunni og yfirvöldum hennar.

Ég held að þetta séu spurningar sem all flestir svara neitandi. þetta er ekki liður í að auka virðingu fyrir lögreglunni. Ég hef í gegnum tíðina haft mikla trú á Birni Bjarnasyni og fannst hann standa sig virkilega vel sem menntamálaráðherra en satt best að segja efast ég mjög um hans vinnubrögð í Dómsmálaráðuneytinu.


mbl.is Lögregla í sandkassaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

óttalega er ég sammála þér.

Reyndar tel ég Björn hafa gert góða hluti að hluta til með lögregluna.

Greiningardeildin er löngu tímabær, það veit ég úr mínu starfi, og efling sérsveitarinnar er mjög gott mál.

Hins vegar er restin ein sorgarsaga. Það að fá aukið fjármagn til ríkislögreglustjóra réttlætir ekki að hin embættin eru illa fjársvelt.

Svo þegar menn hætta að kannast við að hafa gefið heimildir fyrir framúrkeyrslu er illa komið.

Verulega.

Gestur Guðjónsson, 28.9.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: corvus corax

Björn Bjarnason var handónýtur menntamálaráðherra og er enn verri dómsmálaráðherra því skemmdarverkin eftir hann verða seint löguð. Og lögreglan nýtur nákvæmlega þeirrar virðingar á hverjum tíma sem hún á skilið og hefur áunnið sér sjálf.

corvus corax, 28.9.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband