ER SAMFYLKINGIN Á HLIÐARLÍNUNNI ? ÞARF GUÐNA Í LIÐIÐ ?

Það eru örugglega margir landsmenn verulega áhyggjufullir yfir því ástandi sem er um þessar mundir í efnhagslífi þjóðarinnar. Þær eru ekki gæfulegar fréttirnar um fjölda fyrirtækja sem hefur gefist upp og mun gefast upp á næstu vikum. Fleiri og fleiri missa vinnuna. Vörur hækka,lán hækka o.s.frv.Almenningur sér fyrir sér dökka daga á næstunni varðandi sinn eigin fjárhag og hvernig eigi að ná endum saman.

Steingrímur J.Sigfússon,formaður Vinstri grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn örvæntingarfullan en hann sé þó eitthvað að gera en Samfylkingin fylgist með frá hliðarlínunni og sé hreinlega ekki með í leiknum.

Óneitanlega vekur það athygli að sjá fréttir í gær af fundi Forsætisráðherra með bankastjórum Seðlabankans og svo í dag fréttir af fundi forsætisráðherra og fjármálaráðherra með bankastjórum Seðlabankans.Vel má vera að Ingibjörg Sólrún sé í veikindaleyfi en hvað með Viðskiptaráðherrann. Hann hafði ekki hugmynd um að verið væri að ræða þessi mál. Og svo er auðvitað til varaformaður í flokknum.

Steingrímur sagði að Samfylkingin væri svo upptekin af ESB,Evrunni og kosningabaráttunni um sæti í Öryggisráði Sameiðu þjóðanna að hún mætti ekkert vera að því að hugsa um stöðu efnhafsmála hér á landi eins og þau blasa við núinu. Þetta er nú kannski full sterkt til orða tekið en allavega vekur það athygli að öllum vandanum er velt yfir á Sjálfstæðisflokkinn.

Guðni Ágústsson,formaður Framsóknarflokksins, vill meira samráð og jafnvel þjóðstjórn við þessar aðstæður.

Eins og ástandið blasir við flestum er það alveg örugglega rétt að ná þarf víðtækri sátt um lausn mála. það er t.d. mjög athyglisvert að unnið var að því að ná sátt meðal stjórnmálaaflanna í Bandaríkjunum um aðgerðir til lausnar vandanum þar í landi. Maður hefði haldið að það væri nú ansi erfitt þar sem forsetakosningarnar eru fram undan.Auðvitað þarf að vera sátt um aðgerðir þegar staðan er eins og hún er.

Það kom greinilega fram hjá Steingrími J. að hann er sammála Davíð Seðlabankastjóra að fyrst verða menn að leysa vandamálið hér heima en það megi ekki blanda því saman við umræður um Evruvæðingu eða aðild að ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sjálfstæðisflokkurinn stendur í vegi fyrir efnahagsaðgerðum þjóðinni til bjargar, vegna innbyrðis átaka og pólitískra skoðana, tveir flokkar eru tilbúnir að reyna að bæta ástandið það eru Samfylkingin og Framsókn.

Kosningar eru nauðsynlegar !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.9.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Hvítur á leik

Minni á grein okkar hjá Svart og Sykurlaust. Ný ríkisstjórn að myndast!

Hvítur á leik, 29.9.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband