FER KRISTINN TIL ÖSSURAR ?

Eftir að fréttir berast að Jón Magnússon hafi verið kosinn formaður þingflokks Frjálslyndra er staða Kristins H.Gunnarssonar orðin nánast vonlau innan flokksins. Miðað við það sem á undan er gengið er varla hægt að skilja þetta öðruvísi en félagar hans vilji hann burt.Hafi Kristinn ekki verið viðstaddur kosninguna í þingflokknum segir það meira en mörg orð.Þá er lítið að marka kjör hans sem varaformanns og að allt hafi verið einróma kosið.

Ólgan innan Frjálslyndra er með ólíkindum. Miðað við pólitíkina hefði maður einmitt haldið að flokkurinn ætti góða möguleika á að vaxa og dafna. Það gerist varla á meðan staðan er svona í flokknum.

Fróðlegt verður aðfylgjast með hvort Kristinn þiggur boð Össurar að ganga til liðs við Samfylkinguna.

Að sjálfsögðu velta menn fyrir sér hvaða breytingar hefur þetta í för með sér að Jón er gerður að formanni þingflokksins. Verður boðuð harðari stefna í málefnum innflytjenda. Reynir flokkurinn að höfða meira til hægri manna en verið hefur. Verður lögð meiri áhersla á málefni Reykjavíkursvæðisins á kostnað landsbyggðarinnar. Var Kristinn H. kannski alltof vinstri sinnaður fyrir smekk Jóns.

Margrét Sverrisdóttir spáði því að félagarnir úr Nýju afli hefðu það markmið að ná yfirtökum í Frjálslyndaflokknum. Er spá hennar að rætast?

Miðað við fyrri yfirlýsingar Guðjóns Arnars,formanns,kemur það á óvart að Kristni skuli velt úr stóli þingflokksformanns.


mbl.is Kristinn undrast ákvörðun formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Jú, það er örugglega hægt að vera með flokk sem höfðar til alls landsins og flestir hafa það nú á stefnuskrá sinni.

Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á landsbyggðina,þannig að flokksmönnum í Reykjavík hefur eflaust fundið það einum of mikið.Hvers vegna var Jón valinn sem formaður?Er ekki ein skýringin að það hafi hallað á höfuðborgarsvæðið varðandi andlitið á forystunni. Það er því eðlilegt að spyrj,á að breyta um áherslur.

Sigurður Jónsson, 30.9.2008 kl. 09:17

2 identicon

Það vekur furðu hvernig þetta fólk hagar sér í FF.Stingur hvort annað í bakið og notar fjölmiðla til að deila á hvort annað.Held að dagar þessa flokks séu taldir,því jú atkvæðin komu eiginlega að verstan en ekki hér á höfuðborgarsvæðinu.Jón Magg hefur alltaf verið með leiðindi þar sem hann starfar í pólitík,er með athyglisýki á hæsta stigi og þetta jarmlið sem er með honum.Kristinn H er nú bara þannig gerður að hann vinnur að samviskusemi og breytir ekki um stefnu í miðri á,eins og hitt liðið í flokknum.

María Sveins (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband