GEIR H.HAARDE STERKUR LEIÐTOGI.

Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvers vegna komið er svo illa fyrir okkur Íslendingum ens ograun ber vitni. Um eitt getum við þó verið sammála. Geir H.Haarde hefur sannað það í öllu þessu ölduróti hversu sterkur leiðtogi hann er fyrir þjóðina. Hann er mjög yfirvegaður í allri framkomu og tekur engar fljótfærnislegar ákvarðanir eða gefur út vanhugsaðar yfirlýsingar.

Geir H.Haarde er sá maður sem líklegastur er til að geta stýrt þjóðinni til farsældar úr þeim miklu hremmingum sem við erum í núna.


mbl.is Geir eða Ólafur Ragnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já ég vona að Geir komi sterkur út úr þessu, og hann í raun verður að gera það með allt þetta drasl á bakinu. Ég hef stundum sagt síðustu daga að hinn dyggi aðdáendaklúbbur Davíðs, hins krullaða, fær vonandi að sjá þarna góðan foringja klára sig af svo hallelúja raddirnar endalausu um Davíð hjaðni aðeins.

Mér finnst reydnar margir hlutir í þessu ferli gerast of hægt og ég er hræddur um að við klárum okkur ekki alveg við frágang þessa máls en það er nauðsynlegt - og ég held að það sé kominn tími til að stokka upp víða og hleypa öðru fólki að á ýmsum stöðum en þeim sem hafa haft hina pólitísku tungu ávallt lengst út í loftið.

Hvort sem það er Geir eða Ólafur Ragnar sem er að blaðra hverju sinni er mér svo sem slétt sama um - þeir eru báðir pólitíkusar og það hefur nú löngum verið þeirra leið að hugsa fyrst um það sem stendur þeim og þeirra næst en kannski ekki heildinni

Gísli Foster Hjartarson, 13.10.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég sammála þér varðandi Geir og þótt ég hafi haft mikla trú á honum, kemur á óvart hvað hann er gífurlega sterkur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.10.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Gott grín hjá þér Sigurður  

Heimir Eyvindarson, 13.10.2008 kl. 21:13

4 identicon

Já hann Sigurður er að grínast það er pottþétt.

Númi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:09

5 identicon

Er farin að halda að Sigurður sé leinihöfundur í spaugstofunni.Mikið grín Mikið gaman.

Númi (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: halkatla

Það hefur samt fækkað gríðarlega í hard-on klúbbi Geir H Haarde undanfarið er það ekki? hvað segið þið í innsta hring um það?

halkatla, 14.10.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það er gott að vera trúaður :)

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.10.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Ingi B. Ingason

Það vantar sirka eitt stykki bókstafinn "ð" í fyrirsögnina á þessari færslu hjá þér. Þú væntanlega finnur út sjálfur hvar það ætti að vera. góðar stundir.

Ingi B. Ingason, 14.10.2008 kl. 00:38

9 identicon

Jesús minn! Að detta svona bull í hug. Eftir að við höfum rétt okkur af úr dýfunni þarf svo sannarlega að draga til ábyrgðar þá sem stjórnuðu þessu landi síðustu 2-3 kjörtímabil. Þá sem gáfu bankana okkar til auðglæpamanna og sögðu okkur að þeir væru ,,einkavæddir" - svo berum við ábyrgðina. Hey! Hvernig EINKAVÆÐING er þetta - bara gróðinn einkavæddur en tapið á okkur. Og út af hverju vill hann ekki koma þjóðinn í skjól? Við erum ein, 300 þús hræður úti á sjó og neitum að vera í skjóli evrópuríkjanna, af hverju???? Nei takk, engan Geir meir!

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:34

10 Smámynd: Johann Trast Palmason

Geir Haarde er buin að vera eftir að heitustu eldarnir verða hveðnir niður, hann er handónýtur leiðtogi dula og dóni sem virðist ekki gera sér grein fyrir að forsetisráðherra er forsetisráherra allrar þjóðarinnar ekki bara þeirra sem honum hentar og geðjast af, sama hverjir menn eru hvað þeir gera og hvaða flokk þeir tilheyra.

Aldrei aftur X-D.

Johann Trast Palmason, 14.10.2008 kl. 10:25

11 Smámynd: Púkinn

Sterkur leiðtogi.  Huh!

Hvert klúðrið hefur regið annað hjá stjórnvöldum og þessi landsföðurlega slikja sem hann er að reyna að breiða yfir sig breytir engu þar um.

Púkinn, 14.10.2008 kl. 10:27

12 identicon

Við, hið ,,venjulega" fólk hér á Íslandi VERÐUM að halda vakandi kröfunni um að það fólk sem hér hefur svívírt okkur verði dregið til ágyrgðar - Geir er einn af þeim.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:40

13 identicon

Ég er eingöngu sammála þér með það að Geir hefur haldið ró sinni að öðru leiti hefur hann staðið sig alveg ARFA ILLA. Hann er engin leiðtogi hann á ómögulegt með að taka ákvarðanir fyrr en á síðustu stundu og yfirleitt allt of seint. Hann á að vera búin að reka Davíð Oddson fyrir löngu. Ef hann hefði haft manndóm í sér og rekið hann þegar fyrst kom krafa um það fyrir meira en mánuði síðan þá fullyrði ég að Kaupþing væri ennþá starfandi á erlendri grundu. Geir talar alls ekki nógu skýrt á fréttamannafundunum. Þegar hann var stundum að tala á þessum fréttamannafundum var maður alls ekki viss um hvað maðurinn var að tala þangað til Björgvin kom og útskýrði hvað Geir var að meina.  Ég er samt á því að við eigum að hanga með hann meðan mesta ofviðrið er að ganga yfir en  svo á að kjósa upp á nýtt. Það að þegja um skýrslu sem varaði sterklega við að allt þetta gæti gerst er nóg til þess að stjórnin eigi að segja af sér. Þetta er glæpsamlegt athæfi sem hefur kostað íslenska ríkið hundruði eða jafnvel þúsundir milljarða. það á líka að skipta um stjórn Seðlabankans. Hvað með stýrivaxalækkun??? Ætlar seðlabankinn að bíða fram að næstu vaxtaákvörðunardagsetningu sem er 5. nóv??? Búa þeir á þessu landi eða hvað??? Að breyta ekki stýrivöxtunum niður í 5-8 % strax er glæpur gegn fyrirtækjum og einstaklingum í þessu landi. Ég vil taka það fram að ég tapaði ekkert á öllu þessu umróti en þarf að borga eins og allir aðrir um ókomna framtíð fyrir þessa vitleysu sem hefði alls ekki þurft að gerast.

Þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:03

14 identicon

Geir er búinn að vera... kannski er bara gamla kæruleysið sem hindrar að hann sýni að hann hafi tilfinningar.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband