YFIRLÝSING JÓHÖNNU FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA. EKKI TIL AÐ LÆGJA ÖLDURNAR.

Ég var undrandi á því að Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra,skyldi leyfa sér að gefa út yfirlýsingu um það í þættinum Mannamál í gærkvöldi að reka ætti Davíð Seðlabankastjóra og félaga. Auðvitað hefur þetta ratað í erlenda fjölmiðla. Er það til að styrkja stöðu okkar.Ráðamenn tala sífellt um það að tími uppgjörs sé ekki núna. Við eigum að standa saman og vinna að lausn vandands Tími uppgjörs muni koma síðar. Það eigi núna að lægja öldurnar.

Það er því furðulegt að Jóhanna kuli spila þessu út núna. það er einnig furðulegt að Ágúst Ólafur,varaformaður,Samfylkingarinnar skuli einnig hafa gefið út yfirlýsingu í sama dúr og Jóhanna. Samfylkingin er í ríkisstjórn og hafi hún þessa skoðun hlýtur það að eiga að ræðast innan ríkisstjórnarinnar.

Ég hef verið mjög óhress með vaxtastefnu Seðlabankans, en það hljóta nú allir að sjá að það er nú ekki eina ástæðan fyrir hruni fjármálakerfisins. Stefna Seðlabankans hér hefur örugglega ekki mikil áhrif og er ekki forsenda fjármálakreppu um allan heiminn.

Þó Davíð Oddsson sé valdamikill maður held ég að seint verði hægt að kenna honum um alheimskreppuna,svo valdamikill er hann ekki.

Ég trúi ekki öðru en ríkisstjórnin geti gefið Seðlabankanum þau skýru fyrirmæli að það eigi að lækka stýrivexti svo um munar. Neiti Seðlabankastjórnin að verða við fyrirskipun ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera komin upp ný staða. Þótt Seðlabankinn eigi að starfa sjálfstætt hlýtur hann að þurfa að fara eftir vilja ríkisstjórnarinnar. Sé það vilji ríkistjórnarinnar að lækka stýrivexti,hlýtur það að gerast í vikunni.

Mér fannst merkilegt að horfa á Jón Ásgeir í Silfri Egils,þar sem hann sagði, ekki benda á mig. Ég á engan þátt í því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Er von á góðu þegar einn helsti auðmaður landsins lítur svona á málin.

Hann hefur örugglega tryggt sína persónulegu afkomu ágætlega til framtíðar. Það hlýtur að vera erfitt fyrir venjulegt alþýðufólk að sætta sig við að missa allt sitt sparifé og heyra það svo að þeir sem stofnuðu til allra skuldanna telja sig enga ábyrgð bera á vandanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að víkja öllum þrem frá. >Og fyrst DO

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:14

2 identicon

Það þýðir ekkert fyrir menn að skýla sér á bakvið alheimskreppu. Það liggur mikið á að sýna umheiminum að við líðum ekki, að hafa menn eins og Davíð Oddsson í ábyrgðarstöðum. Það gengur ekki, jafnvel þó sjálfstæðisflokkurinn styðji hann, að einn maður geti leikið sér með hundruð miljarða sem landsmenn eiga, og tapað þeim eða kostað í einhverja herferð gegn mönnum sem honum eru ekki þóknanlegir. Og gildir þá einu hvort viðkomandi er sekur um eitthvað eða ekki. Mitt mat er að það á umsvifalaust að víkja bankastjórn seðlabanka, menn eiga líka að taka pólitíska ábyrgð og fara frá völdum. Það á að fá erlenda aðila til að rannsaka jafnt stjórnmálamenn sem eigendur bankanna, og dæma þá sem það eiga skilið.

þórhallur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Ásgerður

Davíð átt upphaflega aldrei að fara í Seðlabankann. Seðlabankinn á ekki að vera geymsla fyrir gamla stjórnmálamenn. Þar eiga eingöngu að vera fagmenn.

Og mig langar að minna á að Davíð sagði líka,,,ekki benda á mig.

Það á að reka hann ekki seinna en í dag.

Ásgerður , 13.10.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband