BRETAR ÓVELKOMNIR AÐ ÓBREYTTU.

Ég er sammála Össuri,það á að afþakka nærveru herliðs Breta hér á landi. Framkoma Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Breta var slík gagnvart okkur Íslendingum að við getum ekki litið á þá sem vinaþjóð,nema eitthvað gjörbreytt viðhorf komi fram.

Bretar settu Kaupþing á hausinn með gífurlega slæmum afleiðingum fyrir Ísland. Bretar hafa skaðað álit íslands og það mun örugglega taka langan tíma að vinna það upp.Auðvitað á Kaupþing og íslenska ríkið að fara í mál og krefjast skaðabóta.

Við náðum ekki kjöri í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Auðvitað hafði það áhrif að Bretum tókst að sverta okkur í augum margra.

Íslendingar þurfa að sýna stolt. Við höfum ekkert með breskt herlið til Íslands að gera. það er hlægilegt ef þeir eiga að æfa varnir fyrir okkur. Bretar beita hryðjuverkalögum gegn okkur,sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart fjölmennari þjóð.

Í þessu máli er ég sammála Össuri.

 


mbl.is Vill ekki Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband