VERÐUM VIÐ AÐ LÁTA UNDAN KÚGUN BRETA ?

Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvers vegna við þurfum að greiða Bretum innistæður á reikningum sínum hjá Icesave. Hvers vegna þarf almenningur á Íslandi að bæta breskum þegnum tjón þótt einkabanki fari á hausinn. Það eru engar smá tölur sem verið er að skuldbinda almenning á Íslandi til að greiða.

Auðvitað veltir maður líka fyrir sér hvort við eigum enga aðra möguleika en að greiða. Nú skylst manni á þeim sem fjalla um málið út frá lagahliðinni að það sé alls ekki svo.

Bretar hafa sett okkur á bekk með hryðjuverkamönnum þannig að það er ansi ógeðfellt að þurfa að ganga að þeirra skilyrðum.

Á sama tíma ríkir mikil óvissa hvernig hinum ýmsu ínneignarsjóðum hjá okkar fólki hér heima reiðir af.

Það liggur líka í loftinu að lífeyrisréttindi almennings verða skert í næstu framtíð.

Það liggur líka ljóst fyrir að ekki verður um skattalækkanir að ræða næstu árin,frekar að grípa verði til skattahækkana.

Ég held að þeir hafi ekki verið margir sem gátu ímyndað sér í hve alvarlegri stöðu Ísland er í.


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Glöggir menn hafa örugglega gert sér grein fyrir að það er ekki endalaust hægt að græða á því að skrifa tölur á blað. Staða Íslands er sýnu alvarlegri en hefði þurft að vera því auk glannaskapar og græðgi útrásarvíkinganna hafa þeir látið greipar sópa um öruggar sjóðatryggingar til að verða sér úti um enn meiri auð í eigin vasa. Þá er einnig alvarlegt að stjórnvöld og eftirlitstæki stjórnvalda sem eru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið skyldu gjörsamlega bregðast skyldum sínum og þvert á móti vinna gegn hagsmunum Íslands af ásettu ráði. Margir vilja halda því fram að Gordon Brown sé hryðjuverkamaður en hann er hreinasti kórdrengur við hliðina á Ceaucescu Oddssyni í Bleðlabankanum!

corvus corax, 22.10.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Merkilega þessar ofsóknir í garð Davíðs Oddssonar. Það er skelfilegt, hvernig kommúnistar reyna að sverta hans nafn í von um að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn.

Ég vil að Davíð segi af sér, en verð að segja að mér er eiginlega að snúast hugur, þegar ég hvernig hann er lagður í einelti af fólki eins og corvus corax, sem ekki þorir að skrifa undir eigin nafni.

Hvað með Jónas Fr. Jónsson og stjórn Fjármálaeftirlitsins, hvað með Björgvin Sigurðsson bankamálaráðherra?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er eignlega sammála Guðbirni í þessu máli. Á hvaða hátt brást Seðlabankinn eða fjármálaeftirlitið íslendingum. Allar matstofnanir í heiminum töldu bankana hér trygga þangað til að lánstraustið þraut allt í einu þegar aðrir bankar byrjuðu að rúlla. Davíð var kannski of fljótur á sér að lýsa því yfir að við ætluðum ekki að borga meira en okkur bæri. Það er íslenska ríkið, en hann sagði þó alltént sannleikann og ég er enn á því að það sé ekki rétt að almenningur borgi allar skuldir Icesave í Bretlandi eða Hollandi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég hef alltaf litið á þig sem jafnaðarmann Siggi en þú hefur alltaf verið seigur að skipa þér a vittlausan bekk samanber Sjálstæðisflokkinn og ég man það að þú varst einlægur stuðníngsmaður Nixons við sáum hvernig fór fyrir honum kv

þorvaldur Hermannsson, 22.10.2008 kl. 18:10

5 identicon

Nú?  Er "við borgum ekki" snilldarlausn Davíðs ekki snilldarlausn lengur?

 Svanur.  Staða bankanna skiptir ekki máli í þessu samhengi.  Davíð og fleir áttu að sjá til þess að þeir drægju ekki þjóðina með sér í skítinn ef allt færi á versta veg.  Það gerðu þeir ekki og afleiðingarnar þekkjum við.

marco (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:08

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þjóðin er í "skítnum" marco vegna þess að bankarnir fóru á hausinn. Það gat engin séð það fyrir. Stefnu Davíðs, um að greiða ekki það sem bankarnir töpuðu, án tillits til hvað við erum lagalega skuldbundin til að borga eins og Bretar t.d. eru að vonast til að við gerum, er ég sammála. Um annað er ekki verið að ræða að þessu sinni eins og ég skil þessa færslu hans Sigga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvatvísi Davíðs á viðkvæmu stigi þessa máls er ámælisverð. Hann hafði ekki stöðu til að tala eins og stjórnmálamaður og bar skylda til að varast allt slíkt. Seðlabankinn er hagstjórnartæki í stjórnsýslunni og mikilvægur sem slíkur. En yfirlýsingar um uppgjör á erlendum kröfum á hendur þjóðinni eru alfarið á borði forsætisráðherrans sem er æðsti yfirmaður allrar stjórnsýslu. Ég efast meira að segja um að embættismönnum sé heimilt að undirrita neina gerninga sem skuldbinda þjóðina nema með fylgi staðfest umboð forsætisráðherra.

Þessi milliríkjadeila hefur lent í fárviðri upphrópana, hótana og annara viðbragða af lítið menningarlegum toga. Það er ljóst að stjórnvöld eru í miklum vanda við að gæta hagsmuna okkar í samningum við önnur ríki í slíku uppnámi umræðunnar í alþjóðasamfélaginu sem nú er í hámarki. Ráðherrar okkar hafa gert sig seka um margan klaufaskap í þeirri vinnu að mínu mati. En verst af öllu hefði þó verið ef þeir hefðu hrapað að ákvörðunum með þeim hraða sem þjóðin hefur gert kröfur um. Margskonar mistök munu verða ljós er tímar líða og fátt er líklegra til að auka þau en flausturslegar ákvarðanir. 

Árni Gunnarsson, 23.10.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér finnst ýmislegt við ástandið á Íslandi undarlegt.

Mér finnst undarlegt hvernig stjórnvöld komast upp með að veita almenningi ekki upplýsingar um hvað líður samningum við þá sem þeir eru að leita fyrirgreiðslu hjá. Sérstaklega í ljósi þess að þessi lán verða að líkindum borguð af börnum og barnabörnum fullorðins fólks í dag. Hvaða leynimakk er stöðugt í gangi og hversvegna þarf leynimakk að vera í gangi?

Mér finnst undarlegt að  ljá því máls að ríkistjórnin skrifi undir skuldaviðurkenningu við Breta og Hollendinga fyrir hönd þjóðarinnar til að leysa úr gíslingu eignir (Kaupþing) sem tilheyra núna þjóðinni með yfirtöku ríkisins á Landsbankanum.

Mér finnst undarlegt hvernig íslendingar bregðast við skotum og skít erlendra fjölmiðla, eins og þeir séu búnir að missa allt sem máli skiptir fyrir þjóðina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband