25.10.2008 | 13:18
ERU BJÖRVIN OG JÓHANNA EKKI Í RÍKISSTJÓRNINNI ?
Athygli hefur vakið að laun nýráðinna bankastjóra í ríkisbönkunum þremur eru mun hærri heldur en launa annarra háttsettra ríkisstarfsmanna. Merkilegt finnst mér að heyra Björgvin viðskiptaráðherra lýsa því yfir að laun bankastjóranna séu alltof há. Bíðið við, hver er bankamálaráðherra? Er það ekki einmitt sami Björgvin og er að segja að launin séu of há. Erum við ekki að tala um ríkisbanka. Maður hefði nú getað ímyndað sér að bankamálaráðherra væri yfirmaður bankanna,þannig að hann ætti nú að hafa ansi sterka stöðu til að hafa launin í samræmi við það sem hann telur eðlilegt.
Það hefur líka vakið athygli að kvenbankastjórarnir hafa 200 þús. kr. lægri laun á mánuði en karl bankastjórinn. Það hefur einnig vakið athygli að hjá Kaupþingi er aðeins ein kona í stjórnunarstarfi af tíu manna hóp.
Boðaði ekki ríkisstjórnin að sterfna ætti að jöfnun kynja í stjórnunarstörfum. Boðaði ekki ríkisstjórnin að vinna ætti að launajafnrétti kynjanna.
Jóhanna félagsmálaráðherra hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart of háum launum bankastjóranna.
Þær eru alveg með ólíindum þessar yfirlýsingar Samfylkingarráðherranna. Það er ekki nóg með að þau séu í ríkisstjórn heldur eru þau Björgvin og Jóhanna yfirmenn þeirra málaflokka sem þau eru að gagnrýna.
Þetta eru því miður ekki einu dæmin sem Samfylkingaráðherrar vinna á þennan hátt. Þau reyna í sífellu að ´láta Sjálfstæðisflokkinn sitja uppi með það sem þau ímynda sér að sé óvinsælt.
En þessi dæmi um Jóhönnu og Björgvin slá nú öll fyrri met.
Viðskiptaráðherra í Monitor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að Björgvin verði ekki hæfur stjórnmálamaður eftir að hann fermist, maður sem kemur í tiltölulega létt samtal í sjónvarpi og bullar samhengislaust út um víðan völl, hefur ekkert að géra í ábyrgðar stöðu fyrir þjóðina.
Í mínu fægi er þetta kallað vítaverð handvöm.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.10.2008 kl. 14:12
Hver ákvað laun bankastjóranna? Ég hef ekki frétt neitt um það annað en ákveðnir aðilar voru skipaðir bankastjórar tímabundið. Þetta hlýtur að koma í ljós bráðlega eins og annað. Verum bara þolinmóð. Það er líka skrýtið að við ákvörðun launa er öðru kyninu mismunað, skil þetta ekki. Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.
Nína S (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 15:16
Það er ljóst að Samfyilkingin er ekki í ríkisstjórn nema að nafninu til. En alvarlegast er að sá maður sem gagnrýnir stjórn landsins og Seðlabankann harðast,Jón Baldvin Hannibalsson skúli ganga laus.Það er fyrst og fremst hans verkum að kenna að svo er komið sem nú er.EES samningurin sem Jón ber höfuð ábyrgð á, er fyrst og síðast orsök þess að allt er hér í uppnámi.Það á að setja hann í tukthús strax.Það mætti gjarnan fylgja honum þangað eitthvað af því liði sem er að burðast við að verja hann.
Sigurgeir Jónsson, 25.10.2008 kl. 16:27
Sæll Sigurður.
Þessi málflutningur þinn er með ólíkindum. Annarsvegar gagnrýnir þú að ráðherrar Samfylkingarinnar segi sína skoðun á þeim málum sem aflaga hafa farið hjá ríkis bönkunum að þeirra mati og hinsvegar kallar þú eftir að þessir sömu ráðherrar geri eithvað í að færa málin til betri vegar. Ég lít einmitt svo á að gagnrýni þeirra sé til þess fallin að leiðrétta þau mistök sem gerð hafa verið og tryggja að slík mistök verði ekki endurtekin. Hvernig eiga ráðherrar sem ekki bera ábyrgð á umræddum ákvörðunum að koma athugasemdum sínum á farmfæri ella ? Eiga þeir etv að þínu mati að þegja þunnu hljóði og gefa þjóðinni þannig til kynna að þeir séu sáttir ? Þá fyrst værum við að villa um fyrir almenningi findist mér amk.
Ef þú telur að allar slíkar ákvarðanir séu ræddar í ríkisstjórn og ráðherrar samþykki eða synji slíkum ákvörðunum þar, þá er það misskylningur. Hver og einn ráðherra ber ábyrgð á sínum málaflokki og í fæstum tilvikum fara ráðherrar með eintök mál inn í ríkisstjórn.
Þær ákvarðnir sem teknar hafa verið um laun bankastjóranna hafa verið teknar af bráðabyrgðastjórnum þessara banka, stjórnum skipuðum embættismönnum að mestu. Fram hefur komið að ákvarðanir þessar hafa ekki verið bornar undir viðskiptaráðherra og hvað þá félags- og tryggingamálaráðherra. Um framtíðarskipan stjórna nýju bankanna á hinsvegar eftir að taka ákvarðanir og þar er mikilvægt að tillit verði tekið til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið.
Sú er amk mín skoðun.
Hrannar Björn Arnarsson, 26.10.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.