26.10.2008 | 15:53
BER SAMFYLKINGIN EKKI ÁBYRGÐ ?
Miðað við hvernig Samfylkingin hefur hagað sér í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum þarf það ekki að koma á óvart að það sé Samfylkingin sem eykur fylgi sitt á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulega fylgi. Ég hef þó nokkrum snnum bent á þetta í pistlum mínum. Ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar hefur tekist að koma því inn hjá þjóðinni að hún berin enga ábyrgð á því sem miður fer en henni beri að þakka það sem vel er gert. Þetta er með öllu óþolandi vinnubrögð fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Hver er yfirmaður bankamála? Er það ekki ráðherra Samfylkingarinnar. Hvers vegna gerði Björgvin ekkert í málunum? Ber hann enga ábyrgð á því hvernig fór?
Hver er formaður Viðskiptanefndar Alþingis? Er það ekki þimngmaður Samfylkingarinnar og meira að segja varaformaður. Ber hann enga ábyrgð á því hevrnig komið er ?
Er Jóhanna félagsmálaráðherra ekki í ríkisstjórninni. Hún talar oft eins og harður stjórnarandstæðingur. Hvernig getur hún verið að sitja í ríkisstjórn ef hún nær ekki sínum málum fram.
Hver stjórnaði klúðrinu í framboðinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem kostuðu a.m.k. 400 milljónir af skattpeningum landsmanna. Er það ekki ráðherra Samfylkingarinnar. Framboðið var nú ekki til að auka hróður Íslands.
Aumkunarvert er nú að sjá helsta leiðtoga jafnaðarmanna Jón Baldvin standa fyrir einhverjum mótmælum. Var það ekki sami Jón sem gaf bönkunum frjálsræði með aðild að EES. Var ekki Ingibjörg Sólrún sem var eina Kvennalistakonan á sínum tíma sem ekki var á móti aðild að EES.
Auðvitað hafa málin farið á allt annan veg en til stóð, en að Samfylkingin geti skotið sér gjörsamlega undan ábyrgð er óþolandi.
Samfylkingin leyfir sér svo sífellt að benda á að hún vilji aðilda að Efnahagsbandalaginu. Bíðið aðeins við. Hefur ekki sama Samfylkingi skrifað undir það að á kjörtímabilinu verði ekki rætt um aðild að ESB. Hafi aðild að ESB verið trúaratriði hjá Samfylkingunni að það eitt gæti bjargað þjóðinni,hvers vegna í óskupunum fór hún þá í ríkisstjórn þar sem þetta var ekki á dagskrá. Vógu stólarnir og völdin meira?
Ég hef bent á það að Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Hann verður að fara yfir sín mál og ná að vinna aftur upp traust, með sínum góðu gömlu baráttumálum og sinni góðu gömlu stefnu sem í áttatíu ár hefur höfðað mjög sterkt til þjóðarinnar.
Svo er auðvitað spurningin hvort Sjálfstæðisflokkurinn getur verið í samstarfi við stjórnmálaflokk eins og Samfylkinguna,sem ekki tekur ábyrgð á nokkru sem er óvinsælt.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er bara töluvert sammála þér í þessari færslu þinni. Hún staðfestir það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið handónýtur við að koma afrekum sínum í ríkistjórninni til kjósenda. Nema að þjóðin líti á verk Sjálfstæðisflokkins síðustu 17 árin sem satans verk er siglt hafi þjóðarskútunni strand og það ekki í neina sandfjöru.
Líka sammála þér með minn ráðaherra, Björgvin bankamálaráðherra. Eins og forsætisráðherra hefur hann steinsofið á vaktinni sinni. Þjóðin á að fá það í jólagjöf að þeir verði reknir úr ríkistjórninni.
En það eru bara svo margir sem eiga að fylgja þeim. Og þeir eru flestir þi þingliði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.
Ekki skamma Ingibjörgu fyrir Öryggisráðsvitleysuna. Geir ber líka ábyrgð á þeirri aumu tilraun.
Svo í lokin. Ekki gleyma því að Jóhanna er heilög.
Dunni, 26.10.2008 kl. 16:51
Ég er þér mjög sammála Sigurður. Erfit fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa alla þessa hælbíta úr Samfylkingunni á eftir sér, þó þar sé sjálfsagt ágætis fólk eins og í öllum flokkum, þá er þetta svo stefnulaust og sundrað lið.
Ragnar Gunnlaugsson, 26.10.2008 kl. 17:13
Ég er alveg sammála Dunna.Hann segir það sem sem margir hugsa.
Jóhanna er eina ráðherrann sem hugsar um hag þjóðarinnar.
Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 18:13
Reyndar ferðu rangt með Sigurður um hvað stendur varðandi ESB í stjórnarsáttmálanum. Þvert á það sem þú segir þá er tekið fram að menn muni fylgjast með þróuninni og stuðla að umræðum um málið.
Hitt er rétt að það þarf að fara yfir hlut Björgvins sl eitt ár rétt eins og hlut Sjálfstæðisflokks sl 17 ár.
Helgi Jóhann Hauksson, 26.10.2008 kl. 19:43
Ef ég man rétt var Ingibjörg á móti EES af því hún vildi ganga í ESB þegar á þeim tímapunkti. Man mér fannst það mjög merkilegt á sínum tíma því þá hafði ég aðeins heyrt vinstrimenn lýsa sambandinu sem hægrisinnuðu markaðsapparati, en var svo sem ekki neit voða gamall og man þetta því e.t.v. vitlaust.
Ég tel klárlega að við verðum að leggja ábyrgðina í hendur stjórnarflokkkanna sem hafa stýrt landinu frá Viðeyjarstjórn. Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Samfylkingu(áður Alþýðuflokk). Þetta fólk ber ábyrgð á því að regluverkið var lélegt og að bankarnir voru gefnir óhæfu fólki.
Héðinn Björnsson, 27.10.2008 kl. 23:48
Ég hef sjaldan lesið aðra eins steypu. Flokkshollustan við Sjálfstæðisflokkin er þvílík þráhyggja hjá sumum. Það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn horfist í augu við sannleikann og viðurkenni óhugnanlegar yfirsjónir forystunnar og þrjóskukennda hollustu við ráðvilltan fyrrverandi formann. Benda á EES samninginn sem vandamálið, er ekki allt í lagi? Það er búið að marg sýna fram á hvernig Seðlabankinn gjörsamlega brást skyldum sínum um að standa vörð um fjármálakerfið. Þeir bókstaflega fleygðu frá sér þeim tólum sem hefðu neytt bankana til að halda úti hlutfalli útlána í lausafé hjá Seðlabankanum. Vandamálið var ekki það að Bankarnir færu illa með frelsið eða að auðmenn voru gráðugir. Nei, það var ríkisvaldið sem var gráðugt og þorði ekki að tempra veisluna. Þeir höfðu alla möguleika á því en það hefði hugsanlega kostað atkvæði er það ekki? Þessi atriði voru á valdi Forsætisráðherra og Seðlabankans og þeir áttu að gera það sem þurfti að gera fyrir mörgum árum síðan. Á þetta var ítrekað bent á og rökstutt í þaula af færum og virtum hagfræðingum. Seðlabankinn átti að hafa bindiskyldu á öllum innlendum lánum hvort sem um var að ræða í krónum eða öðrum myntum. Hættið að bulla um að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Einhverjum í útlöndum datt í hug að íslenska ríkið ætlaði að sölsa undir sig bankana og var úthrópaður og hæddur af æðstu stjórnendum Sjálfstæðisflokksins. Hvar stöndum við svo núna?
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.