27.10.2008 | 19:44
ÁTTI BJÖRGÓLFUR THOR EKKI LANSBANKANN? GAT EKKI EINN AF AUÐUGUSTU MÖNNUM HEIMS SETT FJÁRMAGN Í BANKANN. HVERS VEGNA ÁTTI ALMENNINGUR AÐ GERA ÞAÐ ?
Það er með ólíkindum að heyra hversu kokhraustir hinir svokölluðu auðmenn Íslands eru. Það er eins og þeir sjái enga sök hjá sér. Allt vandamálið er stjórnvöldum og Seðlabnakanum að kenna. Hvers vegna átti almenningur að ábyrgjast 200 milljarða lán til Landsbankans? Það liggur ekkert fyrir um það hvort það hefði bjargað málunum.
Fram hefur komið að Björgólfur Thor er einn af auðugustu mönnum veraldar. Átti hann enga möguleika að flytja fjármagn inní Landsbankann. Stóð það ekki honum ansi nærri að setja fjármagn inní bankann til að tryggja sparifjáreigendum Icebank reikninganna í Bretlandi sína peninga. Varla hafa þessir peningar sem fólkið lagði inn gufað upp. Væntanlega hafa þeir verið notaðir til fjárfestinga annars staðar.Miðað við öll auðæfin hlýtur hann að hafa átt möguleika á að bjarga málum,bankinn var jú hans eign og hundruðir þúsunda höfðu treyst honum fyrir peningum sínum.
Landsbankinn var einkabanki og það hlýtur að vera krafa almennings að eigendur komi með allar sínar eignir og leggi fram til að takmarka tjón almennings eins og mögulegt er.
Flestir höfðu mikla trú á Landsbankanum og keyptu hlut eða lögðu sitt sparifé þar inn.
Miðað við þær yfirlýsingar sem ganga nú á milli Björgólfs og Seðlabankans er nauðsynlegt að hlutlaus rannsókn fari fram á öllu málinu sem fyrst.
Það er ekkert skrítið þó almenningur sé reiður. það hafa svo margir verið blekktir og sitja uppi með tapaða peninga.
Björgólfur segist standa við ummæli sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ER HÁSTAFA TAKKINN HJÁ ÞÉR FASTUR INNI?
Nei, bara spyr.
Hvaða auðæfi á hann? Þau eru öll bundin í hlutafé sem hefur nú breytt virði sínu ansi mikið og meira að segja það sem er enn einhvers virði er ekki auðlosanlegt þar sem viðskipti á hlutabréfamörkuðum er í algjöru lágmarki.
Mjög fáir auðmenn eiga peninga (lausafé). Ríkidæmi þeirra felst algjörlega í að festa strax allann hagnað sinn í frekari fjárfestingum. Sem dæmi má nefna á Björgólfur Thor mikla peninga í Actavis sem er vel stætt Íslenskt félag. Það var tekið af hlutabréfamarkaði (afskráð úr Kauphöllini) í fyrra (sem taldist nokkuð djarft en hlýtur að teljast frábært miðað við ástandið núna) og sá hlutur er þ.a.l. ekki útleysanlegur á neinn auðveldann hátt.
Mæli síðan með að nota bara venjulega íslenska uppsetningu í leiðara, jafnvel þótt þér liggi mikið á hjarta. Yfirleitt eru það bar fermingarbörnin sem nota hástafi á þennan hátt.
ari (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:59
Það hefur mátt lesa um það allstaðar að "skynsamari" mógúlar heimsins hafi verið að færa meira og meira af eigum sínum í reiðufé undanfarin misseri. Þekktastur af þessum er líklega Warren Buffet.
Það eru þessir skynsömu mógúlar sem nú eru að kaupa hitt og þetta á brunaútsölunni sem Björgólfur lýsti því svo kotroskinn fyrir nokkru að hann væri að bíða eftir.
G. Tómas Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 20:09
Þegar menn skfa svo fyrirsagnir þá er lágmark að þeir kunni einhver skil á umfjöllunarefninu, en kanski er svona fyrrisögn til marks um vankunáttuna. Það er rétt sem bent hefur verið á að þetta snérist ekki um að ekki væru til eignir fyrir þessum 200 milljörðum, það var bara ekki fáanlegt sem lausafé á þeim örstutta tíma sem var gefinn til að loka þessu máli. Það virðist vera svo að stjórnvöld ahfa átt fleiri eliki í stöðunni og maður óttast að jafnvel hafi verið leiknir alvarlegir afleikir af stjórnvöldum.
Kiddi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:17
Merkilegt að lesa það sem Arnar hefur fram að færa.
Björgólfur gekkst í ábyrgð fyrir Eimskip en neita nú að borga vegna þess að Samson er farið á hausinn. Hann lagði ekki fram 1 krónu bara loforð.
Daginn sem þeir áttu að leggja fram 200.000.000 punda þá var IceSave lokaður vegna "bilunar". Það þýðir á manna máli þeir gátu ekki greitt meira út. Þó svo að þeir hefðu fengið 200.000.000 punda að láni frá mér og þér þá hefði það ekki dugað til að "bilunin" hefði lagast. Þetta var búið spil um leið og þeir lokuð fyrir netbankann.
Það er auðvita bara brandari að þeir hefðu geta keypt Glitni.
Þessir töffarar mega ekki opna munnin í dag öðru vísi en 10% þjóðinni gapi af undrun og verji allt sem þeir segja. Ykkur virðist vera skítsama þó við eigum eftir að borga þúsund milljarða vegna þess að 20 gæjar veðsettu Ísland. Allt Dabba að kenni. Botna þetta ekki
Jón (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:19
Til hamingju Sigurður minn. Auðvitað er nauðsynlegt að hlutlaus rannsókn fari fram tafarlaust. Ef satt reynist leynast landráðamenn innan íslenska stjórnkerfisins og seðlabankans sem nauðsynlegt er að draga fyrir dóm.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:27
Ef ég skildi rétt þá sagði Björgólfur Thór, að Landsbankinn hafi haft í höndunum háar kröfur (skuldabréf) á Íslendska lífeyrissjóði. Hvernig má það vera að lífeyrissjóðirnir sem eru stærstu fjármagnseigendur landsins, hafi skuldað Landsbankanum háar upphæðir ?
Einnig sagði Björgólfur, að Landsbankinn hafi verið með alþjóðleg verðbréf, sem voru 4-5 sinnum meira virði en það sem þurfti til að blíðka Bretana. Þetta ætlaði bankinn að setja sem veð fyrir láni frá Seðlabanka Íslands. Hvers vegna voru þessi verðbréf ekki boðin Bretska ríkinu milliliðalaust ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.10.2008 kl. 21:58
Snérist þetta ekki um að koma okkur almenningi frá ábyrgðum??? Losa íslenska ríkið undan ábyrgðum?? Þá finnst mér út í hött að seðlabankinn hafi ekki lánað þessa fjárhæð gegn veði upp á 2600 milljarða.
Ef að Björgúlfarnir gátu ekki reddað pening sem maður verður að teljast trúlegt þar sem tapið þeirra á þessum aðgerðum var mun meira heldur sem nam láninu er glæpsamlegt að seðlanbankinn og ríkisstjórnin hafi ekki lánað þetta.
Var það ekki Darling sem talaði við Árna? Ekki var það Björgúlfur. Þetta var greinilega tillaga um lausn á málinu milli Breta og Íslendinga sem stjórnvöld klúðruðu.
Bara það að svara ekki póstum og ræða ekki við þá finnst mér vera hneisa. Sýnir bara hversu óhæfir ráðamenn eru.
Svo stendur hér á heimasíðu seðlabankans:
„Afdrifaríkustu fjármálaáföllin eru bankaáföll og gjaldeyrisáföll. Fjármálaáföll sem ógna fjármálakerfinu í heild kunna að krefjast sérstakra neyðaraðgerða af hálfu seðlabanka og/eða annarra opinberra aðila. Því er mikilvægt að treysta undirstöður fjármálakerfisins og að fylgjast með þáttum sem grafið gætu undan trúverðugleika þess. Þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur að fyrirgreiðsla hans sé nauðsynleg til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins eða að möguleiki sé á keðjuverkun vegna erfiðleika eins fjármálafyrirtækis getur hann gripið inn í til þess að fleyta viðkomandi fjármálafyrirtæki tímabundið yfir þá erfiðleika sem það kann að hafa ratað í vegna lausafjárvanda.“
Þetta er einmitt það sem þeir gerðu ekki, þeir reyndu að fleyta Kaupþing áfram eftir að áföllin höfðu riðið yfir fjármálakerfið og strandað vegna lausafjárvanda.
Hrefna (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:03
Það hefur komið fram að Landsbankamenn vissu að hverju stefndi sbr. skýrsluna sem þeir létu gera og stungið var undir stól.Hefði ekki verið eðlilegt að losa um einhverjar eignir til að styrkja bankann. Að mínu viti hljóta það að vcera fyrrum eigendur Glitnis og Landsbankans sem bera höfuðábyrgðina hvernig fór. Ef til vill gildir annað um Kaupþing,kannski voru þeir fórnarlömb vegna hörku Breta.
Enn og aftur er nauðsynlegt að hlutlaus rannsókn af erlendum aðilum fari fram á öllu málinu frá a til ö,þannig að það rétta komi í ljós.Það er svo mikið um fullyrðingar gegn fullyrðingum að nauðsynlegt er að hið sanna komi í ljós.
Sigurður Jónsson, 27.10.2008 kl. 23:39
Sigurður þú spyrð:
Varla hafa þessir peningar sem fólkið lagði inn gufað upp. Væntanlega hafa þeir verið notaðir til fjárfestinga annars staðar.
Þetta er lykilatriði. Hvernig stendur á því að banki getur tekið innlán sparifjáreigenda og notað það í áhættufjárfestingar? Ég er mjög hissa á því að það sé löglegt og það á ekki að vera löglegt. Er það nokkuð annað en þjófnaður? Bankinn á ekki þessa peninga, hann hefur fengið þá frá fólki og heitið því að ávaxta þá.
Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 23:54
Sigurður, það hefur líke komið fram að bankarnir störfuðu innan þess ramma sem þeim var settur af viðkomandi yfirvöldum. Færa má rök fyrir því að farið hafi verið geyst í frekari útþenslu erlendis, en ekkert enn sem komið er bendir til annars en að eðlileg starfsemi hafi átt sér stað af bankanna hálfu. Seðlabankinn og FME lögðu sína blessun yfir allt saman fram á síðasta dag. Það merkilega er að þú og fleiri virðast ekki geta skilið að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar (les. seðlabankastjóra), þá eru miklu meiri peningar glataðir en þeir fjármunir sem bankarnir báðu um og þurftu til að framfleyta sér.
Theodór, hvernig ávaxtar banki fé innistæðueigenda ? heldurðu að peningarnir fjölgi sér og geri gagn í sjálfum bankanum ?
Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:45
Þú segir Sigurður:
Þessu er ég algjörlega sammála og það hefur komið fram, að Landsbankinn tafði, að Icesave félli undir dótturfélag bankans. Bretsk stjórnvöld eru einnig sögð hafa tafið, með óbilgjörnum kröfum, en hverjar voru þessar kröfur? Ekki virðist mega segja frá því.
Ég var að ljúka við að lesa leyniskýrsluna og verð að segja, að eftir að hafa lesið hana getur engum verið dulið hvert stefndi. Sumir hafa sagt að allt í Leyniskýrslunni hafi komið fram áður, en hvers vegna var hún þá gerð leynileg ?
Ásakanir Björgólfs Thór á hendur Seðlabankanum, sem ekki fá staðist, benda til að hann og Landsbankinn hafi óhreint mjól í sínum poka. Þær "upplýsingar" sem hann kemur með um björgum á elleftu stundu eru ekki trúlegar. Hafði bankinn ekki tvö ár til að ganga eðlilega frá málum ?
Á það má minna, að Björgólfur Thór rændi Actavis. Hann neyddi minni hluthafa til að selja sinn hlut á undirgengi. Þúsundir manna hafa illan bifur á honum fyrir þann gerning. Nú hreykir hann sér af þeim kaupum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 09:59
Á ekki seðlabankinn að reyna að verda þjóðarhag, burt séð frá því hvort Björgólfur er ríkur eða ekki?
Björgólfur segist ekki hafa haft handbæra 40 milljarða í peningum.
Sigurður Þórðarson, 28.10.2008 kl. 10:44
Peningar eða 5-föld upphæðin í traustum verðbréfum !
Þótt krata-svínin Brown og Darling séu óhrein upp fyrir trýni, hafa þau samt vit á verðmætum. Voru þau ekki í tvö ár að heimta meiri verðmæti inn í útibú Landsbankans, til að breyta því í dótturfélag ? Líklega hafa Bretar viljað 8% eiginfé. Björg-úlfurinn er að ljúga !
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 11:59
Ég fullyrði Arnar, að hátt gengi Krónunnar, hátt vaxtastig og mikill vöruskiptahalli stafaði af neytslu-gleði Íslendinga og engu öðru. Ef almenningur hefði farið sér hægar hefðu bankarnir ekki getað dælt inn lánsfé. Seðlabankinn reyndi að stemma stigu við neytslu-æðinu með hækkun stýrivaxta, en það dugði ekki vegna þess að þeir voru ekki nógu háir og hagkerfið galopið fyrir erlendu lánsfé á lágum vöxtum.
Þú segir að "háu" stýrivextirnir hafi skapað mjög "misvísandi skilaboð til samfélagsins". Áttu við með þessu, að skilaboðin hafi verið: "eyðið sem mestu, takið sem mest lán" ? Ef það er rétt hjá þér, hljóta móttakarar (eyru og augu) almennings að vera undarlega stillt. Seðlabankinn var alltaf að segja: "eyðslan er of mikil, lántökur of miklar".
Allir okkar erfiðleikar í fjármálum stafa af þeirri einföldu staðreynd að við eyddum um efni fram. Við söfnuðum skuldum, í stað þess að safna innistæðum. Vonandi lærum við endanlega af reynslunni !
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 14:30
1) Vegna þess að það er eitt að eiga eignir og annað að eiga lausafé. Björgólfur Thor átti eflaust ansi góðar eignir, en ég efast um að þær hafi allar verið í klinki inni á bankabók.
2) Almenningur átti ekki að gera eitt eða neitt, Seðlabankinn var beðinn um lán fyrir hvurju voru lagðar fram tryggingar 5x hærri en umbeðið lán.
3) Bentu mér á eitt einasta tilvik þar sem bankarnir hafa brotið lög eða farið gegn beinum tilmælum yfirvalda. Við búum við stranga löggjöf EES um fjármálafyrirtæki, bankarnir eru þau fyrirtæki á Íslandi sem sættu hvað mestu eftirliti.
Kannski hefurðu hörfað inn í svart-hvítan heim sem ónýtir fjölmiðlar á Íslandi hafa dregið upp og kennir fjármálastofnununum um allar ófarirnar, því það er svo hentugt. Guð veit (miðað við lýsingu á sjálfum þér) að þú gætir varla trúað neinu misjöfnu upp á kollega þína í pólitíkinni.
Liberal, 28.10.2008 kl. 14:39
Theodór, hvernig ávaxtar banki fé innistæðueigenda ? heldurðu að peningarnir fjölgi sér og geri gagn í sjálfum bankanum ?
Nei, Georg þeir gera það ekki. Það er hinsvegar hægt að gera þá kröfu að eigið fé sé ekki lægra en inneignir sparifjáreigenda. Þá er ekki hætta á að sparifjáreigendur tapi inneignum.
Theódór Norðkvist, 28.10.2008 kl. 14:46
Ég er sammála þér Arnar, að ríkisfjármálunum hefði átt að beita sterklegar til minnkunnar vöruskiptahallans. Það var ljóslega ekki nóg að ríkissjóður væri hallalaus (raunar með afgangi), bæjarfélög og aðrir héldu áfram neytslu-sukkinu. Ef við tveir hefðum stjórnað, hefði þetta ekki gerst !
Mjög fáir í æðstu stjórn Ríkisins hafa burði til að hugsa um stöðu þjóðarbúsins og afleiðingar þess "að lifa um efni fram". Ég hef sagt að landið búi viðstjórnunarvanda, þar sem megin vandinn er fyrirferð klækjafræðinganna (lögfræðinganna).
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 16:02
Loftur það eru til fleiri leiðir til að takmarka útlán bankanna heldur en vaxtastigið. Bindiskylda bankanna var eitt af þeim tólum og lausafjárskyldan var annað. Báðum þessum tólum fleigði Seðlabankinn frá sér þrátt fyrir háværar aðvaranir hagfræðinga. Ríkisstjórninni og Seðlabankanum var í lófa lagið að beita bindiskyldu á erlend lán líka.
Það er alveg orðið ljóst að það er eins og það hafi verið börn við stjórn þessara mála. Það vita nú allir hvaða fullorðna barn um ræðir með sín þrjósku og skapofsaköst.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:43
Við eru sammála Sigurður, varðandi fyrstu málsgrein þína. Ég segi við þig, það sama og ég sagði við Arnar: Ef við tveir hefðum stjórnað, hefði þetta ekki gerst !
Að auki vil ég segja, að bankarnir og almenningur báru líka ábyrgð á skuldasöfnuninni. Það er of einföld skýring fyrir minn smekk, að kenna bara Davíð um. Því má bæta við, að ég hef ekki verið sérstakur stuðningsmaður Davíðs og hef meðal annars gagnrýnt hann opinberlega fyrir þátttöku Íslendinga í árásinni á Serbíu.
Ætli við séum ekki að tala um nokkurn vegin sama fólkið, sem þú nefnir börn en ég klækja-fræðinga ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 18:06
Theodór Nei, Georg þeir gera það ekki. Það er hinsvegar hægt að gera þá kröfu að eigið fé sé ekki lægra en inneignir sparifjáreigenda. Þá er ekki hætta á að sparifjáreigendur tapi inneignum.
Þú getur efalaust gert hvaða kröfu sem þér finnst um hvað sem þér finnst. Hinsvegar skaltu áður en þú gerir kröfu um það sem þér finnst, fyrst athuga það sem komið hefur fram frá upphafi, bankarnir störfuðu innan þess ramma sem þeim var settur af yfirvöldum, sömu yfirvöldum og lofsungu alla bankana fram á síðustu stund. Beindu kröfunum þangað.
Margoft hefur komið fram að eignir Landsbankans í Bretlandi hefðu dugað og vel það fyrir innistæðum í Bretlandi. Það var semsagt ekki lægra en sparifé innistæðueigenda.
Georg Friðriksson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.