Fáránleg valdníðsla Bandaríkjanna gegn Kúbu.

Það er hreint og beint fáránlegt að Bandaríkjamenn skulu enn beita Kúbu viðskiptabanni. Bandaríkjamenn þykjast þjóða mest standa vörð um lýðræði,en það virðist bara vera orðin tóm. Þeir eru eitt af ríkjum Sameinuðu þjóðanna og hlusta ekki á það þó nánast allar þjóðir hvetji til þess að viðskiptabanninu verði aflétt.

Þetta viðskiptabann gerir ekkert nema að auka samstöðu Kúbumanna gegn Bandaríkjamönnum.

Sama er upp á teningnum hjá Bretum gagnvart okkur . Framkoma þeirra í okkar garð að beita hryðjuverkalögum á okkur gerir það eitt að þjappa okkur saman í andstöðu við Breta.Eflaust gæti þeim dottið í hug að setja á okkur viðskiptabann.

Það verður fróðlegt að fylgjast með forsetakosningunum í USA á þriðjudaginn. Ekki hef ég séð neitt um það að Obama muni létta viðskiptabanninu af Kúbu verði hann næsti forseti.

Í báðum tilfellum eru stórveldin Bandaríkin og Bretar að níðast á minni þjóðum.


mbl.is SÞ vill aflétta viðskiptabanni á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er þó satt. - Markmiðið er löngu orðið eitthvað allt annað en að knýja Kúberja til hlíðni. Trúlega einfaldlega bara að vinna störukeppnina - geta ekki eftir alla þess áratugi gefið eftir í augsýn heimsins.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 00:58

2 identicon

Ég vil þakka fyrir þennan pistil um Kúbu. Er einmitt að lesa Byltingin á Kúbu eftir Magnús Kjartansson.

 

Kommúnisminn er fallinn, kapítalisminn og frjálshyggja riðar til falls. Mitt í öllu brakinu stendur byltingar- og bændahöfðinginn Fidel Castró með sína sólbrenndu og fallegu þjóð, skuldlaus maðurinn og með enginn gjaldeyrisvandamál, bara tvöfalt peningakerfi. Og hefur rifið kjaft við mesta stórveldi heims. Er hægt að hugsa sér meiri töfra í mannlífinu.

 

Gamalt máltæki segir „ Hún er hæg fátæktin “.

 

Hvernig væri að senda einhvern til að fá ráðleggingar hjá Kúbumönnum, sem kæmu okkur að gagni, svo reiðin lendi ekki í einhverri vitleysu?

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband