Þau róa í sitt hvora áttina.

Það gengur ekki að áhöfnin á þjóðarskútinni rói í sitt hvora áttina. Það getur ekki skilað þjóðarskútinni í rétta átt. Við snúumst í hringi og engin virðist vita hvað áhöfnin sem stýrir ætlar sér að gera.

Geir segir höldum áfram með krónuna og nú er ekki tíminn að sækja um í ESb. Ingibjörg Sólrún segir köstum krónunni og sækjum um strax í ESB. Hvernig er hægt að vinna saman í ríkisstjórn.

Forysta Samfylkingarinnar segir burt með Davíð úr Seðlabankankanum. Geir H.Haarde segir. Davíð verður kyrr.Hvernig er hægt að vinna saman í ríkisstjórn.

Þorgerður Katrín,varaformaður Sjálfstæðisflokksins,vill nálgast umræðuna um ESB,Seðlabankann o.fl. mál á annan hátt en Geir H.Haarde. Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að samræma málflutning sinn.

Einstakir þingmenn Samfylkingarinnar eru ekkert feimnir við að gagnrýna flestar gerðir sem samráðherrarnir í Sjálfstæðisflokknum framkvæma.

Steinunn Valdís,þingmaður Samfylkingar og fyrrum borgarstjóri,sagði það nokkuð skýrt í þætti Björns Inga í dag að það væri ekkert skrítið að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi. Hann sæi alveg um efnahagsmálin en Samfylkingin væri með velferðarmálin. Þetta lýsir en flest annað viðhorfi Samfylkingarinnar til að vera í samstarfi í ríkisstjórn.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þið getið ekki lengur látið bjóða ykkur ábyrgðarleysi Samfylkingarinnar.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa fylgi.... og getur ekki kennt Samfylkingunni um  það eða öðrum... hann tapar þessu sjálfur einn og óstuddur... td. er hann ekki nema með 10% fylgi í aldurshópnum 18 - 24 ára...

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingarmenn voru mjög áberandi í mótmælum gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í dag eins og undanfarna laugardaga. Engu að síður eru þeir í ríkisstjórn. Þetta herbragð virðist heppnast fullkomlega. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur á móti algerlega milli steins og sleggju. Með samstarfsflokkinn í stjórnarandstöðu minnkar Sjálfstæðisflokkurinn en getur sig hvergi hreyft því hann þolir ekki kosningar og er því dæmdur til að halda áfram að tapa fylgi.

Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband